No translated content text
Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 22. nóvember, var haldinn 28. fundur stafræns ráðs og 466. fundur velferðarráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi í fundarherberginu Hofi og hófst kl. 14:00. Eftirtalin voru komin til fundar fyrir hönd stafræns ráðs: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtalin voru komin til fundar fyrir hönd velferðarráðs: Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helga Þórðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Af hálfu starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs sátu fundinn Þröstur Sigurðsson, Magnús Bergur Magnússon og Eva Pandora Baldursdóttir sem ritaði fundargerð. Af hálfu starfsmanna velferðarsviðs sátu fundinn Rannveig Einarsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir og Randver Kári Randversson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stafrænum vegvísi velferðarsviðs. VEL23110032.
- kl. 14.16 tekur Ellen Jacqueline Calmon sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Stafræn vegferð á velferðarsviði er gífurlega mikilvæg og Reykjavíkurborg stendur í dag mjög framarlega í notkun velferðartækni. Það er mikilvægt að halda þeirri þróun áfram, veita notendamiðaða þjónustu og nýta tíma sérfræðinga sem best. Nútímavæðing innri stoðkerfa, utanumhald og notkun gagna og bæting framlínukerfa sem snúa að notendum eru allt atriði sem uppfylla þessar kröfur og gera þjónustu hraðari, einfaldari og öruggari. Þá má alls ekki vanmeta þann hluta stafrænnar umbreytingar sem snýr að menningu og aðferðafræði og það skiptir máli að halda utan um framtíðarsýn og væntingar. Einnig að greina ágóða þegar hann kemur í ljós, hvort sem hann er fjárhagslegur, eða mældur í gæðum þjónustu, ánægju notenda eða starfsfólks, kolefnisspori eða öðru.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafræn þjónusta á velferðarsviði er gríðarlega mikilvæg og það er gott að heyra hvað velferðarsvið er vel undirbúið fyrir þessa vegferð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með velferðarsviði um að það þurfi að flýta ferlum og hraða vinnu við Ráðgjafann. Fulltrúi Flokks fólksins telur gríðarlega mikilvægt að flýta ferlum varðandi skólaþjónustuna svo þeir geti nýst til að koma á farsæld barna. Flokkur fólksins vill jafnframt leggja áherslu á að það sé mikilvægt að Reykjavíkurborg vinni með öðrum sveitarfélögum og Stafrænu Íslandi að stafrænum umbreytingum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stuðningskerfum velferðarþjónustu. VEL23110033.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans fagna framgangi í innkaupum á nýju kerfi til að halda utan daglegan rekstur þjónustu á vettvangi sem hefur það markmið að auka skilvirkni og bæta yfirsýn starfsfólks og notenda. Mikið hefur verið kallað eftir slíku kerfi og vonir standa til að það muni auðvelda veitingu á þjónustu á vettvangi svo sem heimaþjónustu, stuðningsþjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á kerfum í þróun. VEL23110034.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Rafrænni miðstöð. VEL23110035.
Styrmir Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 15.30 tekur Dís Sigurgeirsdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn fagnar hve vel hefur gengið að innleiða rafræna miðstöð inn í þjónustu borgarinnar. Rafræna miðstöðin eykur aðgengi íbúa að þjónustu borgarinnar t.a.m. með upplýsingagjöf til íbúa og velferðartækni sem gerir það að verkum að fleiri geta fengið stuðning í gegnum skjá eða lyfjagjöf í gegnum lyfjaskammtara. Rafræna miðstöðin er oft fyrsta snerting íbúa við þjónustu borgarinnar með erindum, ósk um þjónustu eða umsóknir, t.d. vegna fjárhagsaðstoðar, og auðveldar þannig aðgang fólks að þjónustu borgarinnar.
- kl 16.02 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:06
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð 22.11.2023 - Prentvæn útgáfa