Stafrænt ráð - Fundur nr. 27

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 22. nóvember, var haldinn 27. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þröstur Sigurðsson. 
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að borgarbúum verði gert kleift að ávarpa borgarstjórn, dags. 7. september 2023, ásamt umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. nóvember 2023. MSS23090027.

    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um mótun tillagna vegna aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í lok síðasta kjörtímabils og nú er stýrihópur að störfum sem hefur það hlutverk að yfirfara aðgerðaáætlun stefnunnar og forgangsraða aðgerðum.  Markmiðið er skýrt: að auka virkni og aðkomu borgarbúa að umræðu og stefnumótun um borgarmálefni.  Eðlilegt er að tillaga Sósíalistaflokks Íslands verði rýnd í því samhengi, þó taka megi undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að þeir lýðræðisferlar sem nú eru í gangi og þau nýju úrræði sem lýðræðisstefnan hefur að geyma séu að líkindum gagnlegustu og skilvirkustu leiðir til að borgarbúar geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill árétta að í umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er eftirfarandi niðurstaða fengin: „Ákvörðun um að opna borgarstjórnarfundi fyrir fyrirspurnir frá íbúum myndi breyta fyrirkomulagi fundanna töluvert.  Ljóst er að takmarka þyrfti tíma fyrirspyrjenda og svaranda til þess að lengja ekki fundina um of.  Það má velta því fyrir sér hverju slíkur óundirbúinn fyrirspurnartími skilar í raun“. Þetta er röng túlkun á tillögunni, sem fjallar ekki um fyrirspurnir heldur ávarp, og því er það mat fulltrúans að svarið sé ómarkvisst. Rétt væri að meðlimir stýrihóps um lýðræðisstefnu hafi þetta í huga þegar litið er til umsagnarinnar við meðferð málsins.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 17. nóvember 2023, um eftirlit með rafrænum kosningum um Hverfið mitt 2023. IER23080015.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:00

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð 22.11.2023 - Prentvæn útgáfa