Stafrænt ráð - Fundur nr. 26

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 8. nóvember, var haldinn 26. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir, Kolbrún Birna Hallgr. Bachmann og Óskar J. Sandholt. Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á innleiðingu á kennslulausnum í skólastarfi. ÞON22090051.

  Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Helen Símonardóttir, Helgi Grímsson og Jón Hafsteinn Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  -  kl. 14:25 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað.

  Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stafrænt ráð lýsir áhyggjum af því hve flókið og á tíðum mótsagnakennt lagalegt umhverfi stafrænna kennslulausna er. Þó það sé vissulega mikilvægt að tryggja vernd persónuupplýsinga nemenda og starfsfólks, þá er engu að síður mikilvægt að lagalegt umhverfi bjóði almennt upp á að hægt sé að uppfylla skilyrði þeirra. Æskilegt er að sveitarfélög þurfi ekki að leggja upp í mikla óvissuferð fyrir hvert einasta kerfi hvert í sínu lagi, áður en hægt er að taka það í notkun. Að öðrum kosti er ljóst að stafræn þróun í kennslulausnum og notkun þeirra verði mjög takmörkuð í íslensku menntakerfi. Sérstaklega varasamt er að svo virðist sem erfitt sé að fylgja samtímis lögum um grunnskóla, lögum um persónuvernd, lögum um fjarskipti og reglum Reykjavíkurborgar um auglýsingar í skólastarfi, þar sem kröfur þeirra virðast oft á tíðum stangast á hver við aðra. Stafrænt ráð skorar á ráðuneyti mennta- og barnamála að skýra lagaumhverfi sveitarfélaga vegna notkunar á tæknilausnum skólastarfi og gefa opinberum aðilum skýrari heimild til vinnslu persónuupplýsinga með tæknilausnum í þágu kennslu í skólastarfi. Einnig skorar stafrænt ráð á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér í málinu og stuðla að farsælli lausn fyrir öll sveitarfélög á landinu.

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á gagnaþoni Ríkiskaupa. ÞON23090022.

  Gísli Ragnar Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Fram fer vinnustofa um framtíð Minna síðna. ÞON21100035.

  Arna Maríudóttir Auðunsdóttir, Arna Ýr Sævarsdóttir og Sigurður Fjalar Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 4. september 2023, 22. september 2023 og 12. október 2023. ÞON20060042.

  Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  - kl. 15:35 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram minnisblað þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. nóvember 2023, um stöðuuppfærsla á málum leikskólainnritunar. ÞON22080044.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram erindisbréf um starfshóp um smíði reglna um rafræna vöktun, dags. 1. nóvember 2023. ÞON23110003.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram erindisbréf um starfshóp um smíði verklagsreglna um notkun gervigreindar í starfsemi Reykjavíkurborgar, dags. 1. nóvember 2023. ÞON23110004.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram erindisbréf um endurskoðun reglna um almennar aðgangstakmarkanir að efni á veraldarvef, dags. 1. nóvember 2023. ÞON23110005.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram erindisbréf um endurskoðun á reglum um skjölun og meðferð erinda, dags. 1. nóvember 2023. ÞON23110006.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl 15:50

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 8. nóvember 2023