Stafrænt ráð - Fundur nr. 25

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 25. október, var haldinn 25. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:35. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram tilkynning um afgreiðslu borgarráðs um tillögu að utanumhaldi um rafræna vöktun í starfsemi Reykjavíkurborgar sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs 19. október 2023, ásamt fylgigögnum. ÞON21050013.

  Loftur Steinar Loftsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ráðið fagnar þessu tímabæra skrefi um að bæta rafræna vöktun öryggismyndavéla á vegum borgarinnar sem nú verður falin þjónustu- og nýsköpunarsviði. Tilgangurinn er að samhæfa verklag um uppsetningu og notkun öryggismyndavéla, tryggja betri yfirsýn og skýra ábyrgð með umsjón og framkvæmd. Mikilvægt er að reglur séu skýrar um forsendur fyrir uppsetningu slíkra véla, hver hafi aðgang og undir hvaða kringumstæðum, og hversu lengi efni megi geyma. Það er einnig mikilvægt að staðla tækjabúnað og tryggja að hann uppfylli öryggiskröfur. Markmiðið er ekki síst að auka skilvirkni, bæta eftirlit með notkun og auka hagræði í innkaupum. Ráðið leggur áherslu á að þessi vinna njóti forgangs og komist til framkvæmda sem fyrst.

  Fylgigögn

 2. Lagðar fram verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkur ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. október 2023. MSS22090031.

  Heimir Snær Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  - Kl. 14.15 tekur Óskar J. Sandholt sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á verkefnasögum og störfum stafræns leiðtoga þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON23100103.

  Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Orri Freyr Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 16. október 2023, um samstarf við KLAK-Icelandic Startups um framkvæmd Hringiðu og Gulleggsins, ásamt fylgiskjölum. MSS21120164.

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um starfið á milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:30

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Kristinn Jón Ólafsson

Sandra Hlíf Ocares Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 25. október 2023