Stafrænt ráð - Fundur nr. 24

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 11. október, var haldinn 24. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:35. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á drögum að aðgerðaráætlun um tilfærslu verkefna og safnkosts Borgarskjalasafns Reykjavíkur til Þjóðskjalasafns Íslands. ÞON23060036.

    Andrés Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um aðgerðir til að auka þátttöku innflytjenda í kosningum, sbr. 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 3. október 2023, ásamt fylgigögnum. MSS23100020.

    Vísað til meðferðar stýrihóps um mótun tillagna vegna aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

    - Kl. 14.28 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um fleiri kosningar í anda Hverfið mitt, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2023. MSS23090127.

    Fellt.

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vinna er í gangi hjá stýrihópi um endurskoðun á fyrirkomulagi verkefnisins Hverfið mitt. Stýrihópurinn hefur fengið inn kynningar á fjölda lýðræðisverkefna innan borgarinnar einmitt með því sjónarmiði að skoða samlegðarfleti, auka skilvirkni og huga að bættu viðmóti gagnvart íbúum til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri þátttöku íbúa. Nú þegar er unnið að útfærslu fjölda aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar sem stuðlar að auknu íbúðalýðræði, t.d. Borgaraþingi og íbúadómnefnd. Stafrænt ráð telur brýnt að huga frekar að því að skýra og skerpa á þeim lýðræðisverkefnum sem eru í gangi áður en haldið er af stað í nýja vinnu sem er frekar óljós.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um samstarf Reykjavíkurborgar við Stafrænt Ísland, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2023. MSS23100043.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu Hverfið mitt verkefna í Breiðholti, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2023. MSS23090126.

    Vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til umsagnar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfsfólk Borgarskjalasafns. ÞON23010028.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu KPMG um framtíðarhögun borgarskjalasafns. ÞON23010028.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um móttöku Þjóðskjalasafnsins á gögnum úr borgarskjalasafni. ÞON23010028.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á niðurstöðum kosninga Hverfisins míns 2023. MSS22020075.

    Eiríkur Búi Halldórsson og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á verkefnum hjá Stafrænni Reykjavík. ÞON23090021.

    Eva Björk Björnsdóttir, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Sigurður Fjalar Sigurðsson og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um starfið á milli funda. ÞON23090021.

  12. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar:

    Hversu lengi hefur ekki verið hægt að nota Mínar síður á ensku og hvenær verður þetta leyst? Hvernig er tryggt að þessi hópur notenda, sem ekki tala íslensku, geti nýtt sér fjölbreytta þjónustu borgarinnar á meðan? ÞON23100043.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar

Fundi slitið kl. 16:00

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 11. október 2023