Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 11. október, var haldinn 24. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:35. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á drögum að aðgerðaráætlun um tilfærslu verkefna og safnkosts Borgarskjalasafns Reykjavíkur til Þjóðskjalasafns Íslands. ÞON23060036.
Andrés Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um aðgerðir til að auka þátttöku innflytjenda í kosningum, sbr. 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 3. október 2023, ásamt fylgigögnum. MSS23100020.
Vísað til meðferðar stýrihóps um mótun tillagna vegna aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
- Kl. 14.28 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um fleiri kosningar í anda Hverfið mitt, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2023. MSS23090127.
Fellt.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um samstarf Reykjavíkurborgar við Stafrænt Ísland, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2023. MSS23100043.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu Hverfið mitt verkefna í Breiðholti, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2023. MSS23090126.
Vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfsfólk Borgarskjalasafns. ÞON23010028.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu KPMG um framtíðarhögun borgarskjalasafns. ÞON23010028.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. október 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um móttöku Þjóðskjalasafnsins á gögnum úr borgarskjalasafni. ÞON23010028.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á niðurstöðum kosninga Hverfisins míns 2023. MSS22020075.
Eiríkur Búi Halldórsson og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefnum hjá Stafrænni Reykjavík. ÞON23090021.
Eva Björk Björnsdóttir, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Sigurður Fjalar Sigurðsson og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfið á milli funda. ÞON23090021.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar:
Hversu lengi hefur ekki verið hægt að nota Mínar síður á ensku og hvenær verður þetta leyst? Hvernig er tryggt að þessi hópur notenda, sem ekki tala íslensku, geti nýtt sér fjölbreytta þjónustu borgarinnar á meðan? ÞON23100043.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar
Fundi slitið kl. 16:00
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 11. október 2023