Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 27. september, var haldinn 23. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindisbréf vegna stýrihóps um mótun tillagna vegna aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Einnig lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. september 2023, ásamt fylgiskjölum. MSS23090167.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Gagnahlaðborði og -landslagi. ÞON22020022.
Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður um Gagnahlaðborð og -landslag. ÞON22020022.
Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Framlagningu á umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla er frestað. ÞON22090038.
-
Fram fer kynning á stafrænu pósthólfi. ÞON23020003.
Sólveig Skaftadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar. Trúnaðarmál. ÞON23010021.
Samþykkt að vísa í samráðsferli.
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að borgarbúum verði gert kleift að ávarpa borgarstjórn. MSS23090027.
Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
-
Lagðar fram áherslur stafræns ráðs 2023 - 2024. ÞON23060028.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.
-
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kostnað vegna framkvæmdra verkefna innan Betri Reykjavíkur. ÞON23090044.
Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:00
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 27. september 2023