Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 13. september, var haldinn 22. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:40. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Framlagningu á áherslum stafræns ráðs 2023 - 2024 er frestað. ÞON23060028.
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2023, um árshlutauppgjör - 3 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023 og árshlutauppgjör - 6 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON22080032.
María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2023, um heimildarbeiðnir frá þjónustu- og nýsköpunarsviði á dagskrá borgarráðs 14. september 2023. Trúnaðarmál. ÞON23090021.
-
Lagt fram bréf Ríkiskaupa, dags. 11. september 2023, um að Reykjavíkurborg verði samstarfsaðili að Gagnaþoni Ríkiskaupa. ÞON23090022.
Samþykkt.Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafrænt ráð fagnar því að opinberar stofnanir og fyrirtæki samnýti innviði, þekkingu og mannauð í þágu almennings.
Gísli Ragnar Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður um rafrænar undirskriftir hjá Reykjavíkurborg. ÞON21060016.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2022. MSS23080083.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafrænt ráð tekur undir sjónarmið sem koma fram í umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð Innviðaráðuneytis um íbúakosningar og leggur áherslu á að ekki er skýr lagastoð fyrir því í Sveitastjórnarlögum að skylda sveitarfélögin til að viðhafa póstkosningu í íbúakosningum þó þar sé að finna heimildarákvæði. Mikilvægt er að skýra þá stöðu áður en lengra er haldið.
Bjarni Þóroddsson, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Innritun í leikskóla. ÞON22080044.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arna Ýr Sævarsdóttir, Bryndís Eir Kristinsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson og Sigrún Erla Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ólafur Brynjar Bjarkason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um flutning gagna frá Borgarskjalasafni til Þjóðskjalasafns, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2023. ÞON23010028.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 28. ágúst 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni sem fá besta kosningu í Hverfið mitt. MSS23080034.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.
Fundi slitið kl. 15:40
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð 14.9.2023 - Prentvæn útgáfa