Stafrænt ráð - Fundur nr. 22

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 13. september, var haldinn 22. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:40. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Framlagningu á áherslum stafræns ráðs 2023 - 2024 er frestað. ÞON23060028.

 2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2023, um árshlutauppgjör - 3 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023 og árshlutauppgjör - 6 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON22080032.

  María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. september 2023, um heimildarbeiðnir frá þjónustu- og nýsköpunarsviði á dagskrá borgarráðs 14. september 2023. Trúnaðarmál. ÞON23090021.

 4. Lagt fram bréf Ríkiskaupa, dags. 11. september 2023, um að Reykjavíkurborg verði samstarfsaðili að Gagnaþoni Ríkiskaupa. ÞON23090022.
  Samþykkt.

  Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stafrænt ráð fagnar því að opinberar stofnanir og fyrirtæki samnýti innviði, þekkingu og mannauð í þágu almennings.

  Gísli Ragnar Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Fram fara umræður um rafrænar undirskriftir hjá Reykjavíkurborg. ÞON21060016.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2022. MSS23080083.

  Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stafrænt ráð tekur undir sjónarmið sem koma fram í umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð Innviðaráðuneytis um íbúakosningar og leggur áherslu á að ekki er skýr lagastoð fyrir því í Sveitastjórnarlögum að skylda sveitarfélögin til að viðhafa póstkosningu í íbúakosningum þó þar sé að finna heimildarákvæði.  Mikilvægt er að skýra þá stöðu áður en lengra er haldið.

  Bjarni Þóroddsson, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning á verkefninu Innritun í leikskóla. ÞON22080044.

  Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands fagnar því mjög að mikil áhersla sé á að gagnagrunnar verði í eigu borgarinnar, en ekki utanaðkomandi aðila eða fyrirtækja.

  Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arna Ýr Sævarsdóttir, Bryndís Eir Kristinsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson og Sigrún Erla Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Ólafur Brynjar Bjarkason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um flutning gagna frá Borgarskjalasafni til Þjóðskjalasafns, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 28. ágúst 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni sem fá besta kosningu í Hverfið mitt. MSS23080034.

  Fylgigögn

 10. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:40

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð 14.9.2023 - Prentvæn útgáfa