No translated content text
Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 23. ágúst, var haldinn 21. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:32. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason og Skúli Helgason. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Dagbjört Hákonardóttir og Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 20. apríl 2023, á því að Friðjón R. Friðjónsson taki sæti í stafrænu ráði stað Söndru Hlíf Ocares og að Sandra taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Egils Þórs Jónssonar. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. ágúst 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 17. ágúst 2023, á því að Oktavía Hrund Jóns taki sæti sem varamaður í stafrænu ráði í stað Rannveigar Ernudóttur. MSS22060158.
Fylgigögn
-
Lögð fram ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2022, dags. í ágúst 2023. ÞON23080019.
Fylgigögn
-
Fram fara umræður um niðurstöður úr vinnustofu stafræns ráðs. ÞON23060028.
-
Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 11. ágúst 2023, um lok máls hjá Persónuvernd vegna QuestionPro. ÞON22080027.
- kl. 14:22 víkur Dagbjört Hákonardóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. júní 2023, sbr. samþykkt forsætisnefndar, dags. 2. júní 2023, á drögum að siglingakorti um aukið samstarf í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum. MSS23050179.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 11. maí 2023, 31. maí 2023 og 15. júní 2023. ÞON20060042.
Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfsmannamál þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júní 2023. MSS23060143.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um öryggi upplýsingatækni innviða, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2023. MSS23060045.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fundargerð stafræns ráðs frá 26. apríl 2023, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. maí 2023. MSS23010009.
Samþykkt að vísa fyrirspurninni aftur til meðferðar borgarráðs með vísan til 27. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni sem fá besta kosningu í Hverfið mitt, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. ágúst 2023. MSS23080034.
Vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til umsagnar.Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu Borgarskjalasafns í skipuriti borgarinnar, sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 12. apríl 2023. ÞON23010028.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 31. júlí 2023, um breytingu á kjörstjórn vegna rafrænna kosninga í verkefninu Hverfið mitt, ásamt fylgiskjölum. MSS22020075.
Samþykkt.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:20
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 21