Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 14. júní, var haldinn 20. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:40. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Kerhólum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 6. apríl 2023, á því að Alexandra Briem taki sæti í stafrænu ráði stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Alexöndru. Jafnframt var samþykkt að Alexandra verði formaður ráðsins. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. janúar 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2023, á því að Marta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í stafrænu ráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. MSS22060158.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga stafræns ráðs, dags. 12. júní 2023, um að Kristinn Jón Ólafsson verði varaformaður stafræns ráðs. MSS22060158.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal stafræns ráðs 2023 - 2024. ÞON22060025.
Fylgigögn
-
Fram fer vinnustofa til að fá fram áherslur stafræns ráðs fyrir næsta vetur. ÞON23060028.
Andri Geirsson, Arna Maríudóttir Auðunsdóttir, Björg Flygenring Finnbogadóttir og Sigríður Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 14:20 tekur Óskar J. Sandholt sæti á fundinum.
Fundi slitið kl. 15:30
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Kristinn Jón Ólafsson Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 20