Stafrænt ráð - Fundur nr. 20

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 14. júní, var haldinn 20. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:40. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Kerhólum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2023,  sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 6. apríl 2023, á því að Alexandra Briem taki sæti í stafrænu ráði stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Alexöndru. Jafnframt var samþykkt að Alexandra verði formaður ráðsins. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. janúar 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 17. janúar 2023, á því að Marta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í stafrænu ráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. MSS22060158.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga stafræns ráðs, dags. 12. júní 2023, um að Kristinn Jón Ólafsson verði varaformaður stafræns ráðs. MSS22060158.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal stafræns ráðs 2023 - 2024. ÞON22060025.

    Fylgigögn

  4. Fram fer vinnustofa til að fá fram áherslur stafræns ráðs fyrir næsta vetur. ÞON23060028.

    Andri Geirsson, Arna Maríudóttir Auðunsdóttir, Björg Flygenring Finnbogadóttir og Sigríður Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 14:20 tekur Óskar J. Sandholt sæti á fundinum.

Fundi slitið kl. 15:30

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Kristinn Jón Ólafsson Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 20