Stafrænt ráð - Fundur nr. 2

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 24. ágúst, var haldinn 2. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:33. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Karen María Jónsdóttir. 
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. ágúst 2022, sbr. samþykkt borgarráðs s.d. á því að Björn Gíslason taki sæti í stafrænu ráði stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. MSS22060158

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 18. ágúst 2022: 

    Lögð er fram til samþykktar tillaga þess efnis að mörkuð verði stefna fyrir starfsemi Borgarskjalasafns Reykjavíkur þar sem skoðað verði m.a. möguleikar á nánara samstarfi og/eða frekari þjónustukaup frá Þjóðaskjalasafni Íslands. Samhliða haldi könnun og viðræður við Framkvæmdasýslu ríkisins áfram um framtíðarhúsnæði safnanna.ÞON21010004

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    -    kl. 13:40 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2021, dags. í ágúst 2022. ÞON22070016

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á forsendum og undirbúningi Antwerpen appsins. ÞON22080001

    Friðþjófur Bergmann tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Youri Segers og Ingu Rós Gunnarsdóttur sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

  5. Fram fer kynning á verkefnum atvinnu- og borgarþróunarteymis. MSS22080116

    Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 14:58 víkur Karen María Jónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á umbreytingarverkefni um leikskólainnritun. ÞON22080044

    Arna Ýr Sævarsdóttir, Halla María Ólafsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhansson og Kristjana Björk Barðdal taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    kl. 15:20 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundi.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram minnisblað þjónustu- og nýsköpunarsviðs um gagnagíslatöku hjá QuestionPro, dags. 16. ágúst 2022, ásamt reglum sviðsins um tölvunotkun hjá Reykjavíkurborg, dags. 16. mars 2022. ÞON22080027

    Friðþjófur Bergmann, Dagbjört Hákonardóttir og Arnar Freyr Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  8. Kynningu á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar er frestað. ÞON20060041.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags 12. ágúst 2022, þar sem fram kemur að tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðgengi að gögnum á vef Reykjavíkurborgar hafi verið vísað til meðferðar stafræns ráðs.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. MSS22060177

  10. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Eitt hlutverk atvinnu- og borgarþróunarteymis er að fjalla um atvinnuþróun, og eiga í samstarfi við svokallaða hagaðila. Fulltrúi sósíalista óskar eftir ítarlegri skilgreiningu á því hvað teymið lítur á sem hagaðila. Sömuleiðis er óskað eftir ítarlegu yfirliti yfir þá einstaklinga sem hafa setið fundi með teyminu annað hvort sem hagaðilar sjálfir eða sem fulltrúar hagaðila eða í þessu samstarfi á síðasta kjörtímabili. Einnig er óskað eftir hvert efni þeirra funda hefur verið, ef þær upplýsingar liggja fyrir. Fara þessi samtöl fram að ósk teymisins eða sækjast umræddir hagaðilar eftir viðtölum við það? 

    Fylgigögn