Stafrænt ráð - Fundur nr. 19

Stafrænt ráð

Ár 2023, fimmtudaginn 25. maí, var haldinn 19. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn í Grósku og hófst kl. 9:00. Voru þá komin til fundar eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Kristinn Jón Ólafsson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Rannveig Ernudóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir embættismenn: Óskar J. Sandholt, ásamt gestum.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fundurinn er settur með ávarpi fundarstjóra, Vigdísar Hafliðadóttur.

  2. Arnar Sigurðsson, stofnandi East of Moon og frumkvöðull í samfélagslegri nýsköpun, fjallar um réttinn til að gera mistök.

  3. Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar, fjallar um af hverju Reykjavíkurborg þarf að styðja við og vinna að nýsköpun.

  4. Björg Flygenring Finnbogadóttir, þjónustuhönnuður, fjallar um hönnun sem skapandi drifkraft í formföstu kerfi.

  5. Sigurður Fjalar Sigurðarson, vörustjóri, fjallar um Mínar síður og samþættingu við málakerfi.

  6. Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stafrænn leiðtogi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, fjallar um rafrænar byggingarleyfisumsóknir.

  7. Auður Guðmundsdóttir, teymisstjóri velferðarþjónustu, fjallar um skólaþjónustu Reykjavíkur og bætta þjónustu fyrir barnafjölskyldur.

  8. Tindur Óli Jensson, framleiðandi, fjallar um áskoranir og tækifæri sem nýsköpun færir.

  9. Fram fara pallborðsumræður.

    Þátttakendur í pallborði voru Kristinn Jón Ólafsson, formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar, Arnar Sigurðsson, samfélagslegur frumkvöðull, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir bættu aðgengi í stafrænum heimi og handhafi aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 og Ásta Þöll Gylfadóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga hjá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 11:30

Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Rannveig Ernudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 19 - Opinn fundur