Stafrænt ráð
Ár 2023, fimmtudaginn 25. maí, var haldinn 19. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn í Grósku og hófst kl. 9:00. Voru þá komin til fundar eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Kristinn Jón Ólafsson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Rannveig Ernudóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir embættismenn: Óskar J. Sandholt, ásamt gestum.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fundurinn er settur með ávarpi fundarstjóra, Vigdísar Hafliðadóttur.
-
Arnar Sigurðsson, stofnandi East of Moon og frumkvöðull í samfélagslegri nýsköpun, fjallar um réttinn til að gera mistök.
-
Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar, fjallar um af hverju Reykjavíkurborg þarf að styðja við og vinna að nýsköpun.
-
Björg Flygenring Finnbogadóttir, þjónustuhönnuður, fjallar um hönnun sem skapandi drifkraft í formföstu kerfi.
-
Sigurður Fjalar Sigurðarson, vörustjóri, fjallar um Mínar síður og samþættingu við málakerfi.
-
Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stafrænn leiðtogi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, fjallar um rafrænar byggingarleyfisumsóknir.
-
Auður Guðmundsdóttir, teymisstjóri velferðarþjónustu, fjallar um skólaþjónustu Reykjavíkur og bætta þjónustu fyrir barnafjölskyldur.
-
Tindur Óli Jensson, framleiðandi, fjallar um áskoranir og tækifæri sem nýsköpun færir.
-
Fram fara pallborðsumræður.
Þátttakendur í pallborði voru Kristinn Jón Ólafsson, formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar, Arnar Sigurðsson, samfélagslegur frumkvöðull, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir bættu aðgengi í stafrænum heimi og handhafi aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 og Ásta Þöll Gylfadóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga hjá Reykjavíkurborg.
Fundi slitið kl. 11:30
Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Rannveig Ernudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 19 - Opinn fundur