Stafrænt ráð - Fundur nr. 18

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 10. maí, var haldinn 18. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Birna Hafstein, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Skúli Helgason. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á högun og hönnun á upplýsingatækniinnviðum. ÞON23050008.

    Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á rekstri og umsjón netumhverfis Reykjavíkurborgar. ÞON23050009.

    Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á öryggi upplýsingatækniinnviða. ÞON23050010.

    Jón Kristinn Ragnarsson, Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 14.15 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á öryggi upplýsingatækniinnviða vegna leiðtogafundar. ÞON23050010.

    Jón Kristinn Ragnarsson, Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 15.05 víkur Birna Hafstein af fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. apríl 2023, að kjörstjórn vegna rafrænna kosninga í verkefninu Hverfið mitt 2023 ásamt fylgigögnum. MSS22020075.

    Samþykkt.

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. maí 2023, um árshlutauppgjör - 12 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2022. ÞON22080032.

    María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 16. mars 2023, 30. mars 2023 og 27. apríl 2023. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um atvinnuauglýsingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2023. MSS23040239.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:00

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sandra Hlíf Ocares Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 10. maí 2023