Stafrænt ráð - Fundur nr. 16

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 12. apríl, var haldinn 16. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á verkefnum atvinnu- og borgarþróunarteymis. MSS22080116.

  Hulda Hallgrímsdóttir og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  - Kl. 14.30 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 2. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs dags. 30. nóvember 2022, 10. janúar 2023, 11. janúar 2023, 2. febrúar 2023, 13. febrúar 2023, 20. febrúar 2023 og 23. febrúar 2023. ÞON20060042.

  Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður vegna Þjóðskjalasafns, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 4. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um starfsfólk Borgarskjalasafns, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þróun og rekstur borgarskjalasafns, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um móttöku þjóðskjalasafns á gögnum úr borgarskjalasafni, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu KPMG um framtíðarhögun borgarskjalasafns, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu borgarskjalasafns í skipuriti Reykjavíkurborgar, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. ÞON23010028.

  Vísað til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til umsagnar.

  Fylgigögn

 9. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafræna vistun skjala hjá Reykjavíkurborg, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023. MSS23030057.

  Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:30

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 12. apríl 2023