Stafrænt ráð - Fundur nr. 15

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 22. mars var haldinn 15. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir, María Björk Hermannsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars 2023,  sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 7. mars 2023, á því að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti í stafrænu ráði stað Rannveigar Ernudóttur og að Rannveig taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Magnúsar Davíðs Norðdahl. MSS22060158.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu hagræðingartillagna þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON22100025.

  3. Fram fer kynning á aðgerðaáætlun í fjármálum. ÞON23030034.

    Erik Tryggvi Striz Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á fjárfestinga- og fjárhagsáætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024 - 2028. ÞON22100025.

  5. Framlagningu á fundargerðum verkefnaráðs er frestað. ÞON20060042.

  6. Lögð fram greining með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar á söfnun skjalasafna einstaklinga, dags. október 2022. ÞON22080047.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram greining með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar á þjónustuveri, dags. október 2022. ÞON22080047.

    Fylgigögn

Fundið slitið kl 15:35.

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Rannveig Ernudóttir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 22. mars 2023