Stafrænt ráð
Ár 2023, 22. febrúar, var haldinn 13. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13.30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Magnús Davíð Norðdahl og Sara Björg Sigurðardóttir. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Eva Pandora Baldursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stafrænum verkefnum hjá velferðarsviði. ÞON21070024.
Guðmundur Sigmarsson, Inga Pétursdóttir Jessen, Magnús Bergur Magnússon og Þröstur Elvar Óskarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á rafrænni þjónustumiðstöð og Velferðartæknismiðju. ÞON23020043.
Styrmir Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 1. febrúar 2023, um stýrihóp um endurskoðun á fyrirkomulagi verkefnisins Hverfið mitt ásamt erindisbréfi. MSS23010245.
Samþykkt.Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt bréf borgarstjóra um tillögu um framtíðarhögun á starfsemi Borgarskjalasafns, dags. 14. febrúar 2023, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram trúnaðarmerkt umsögn stafræns ráðs um tillögu borgarstjóra um framtíðarhögun á starfsemi Borgarskjalasafns, dags. 20. febrúar 2023. ÞON23010028.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata gegn 1 atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.Bókanir undir þessum lið voru færðar í trúnaðarbók stafræns ráðs.
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 9. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi nemendagrunn og árangursmælikvarða sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. desember 2022. MSS22120041.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ábendingavef Reykjavíkurborgar sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010125.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. febrúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu rafrænna byggingarleyfa sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010126.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:00
Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson Magnús Davíð Norðdahl
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð 22.2.2023 - Prentvæn útgáfa