Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 25. janúar, var haldinn 11. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á notendamiðaðri textagerð. ÞON22100039.
kl. 13.32 tekur Andrea Jóhanna Helgadóttir sæti á fundinum.
Arna Ýr Sævarsdóttir og Birta Svavarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tæknilegri framlínuþjónustu. ÞON23010029.
Kjartan Kjartansson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á opnum hugbúnaði. ÞON23010030.
Halldór Gíslason og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
kl. 14.59 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á flutningi í gagnaver. ÞON23010031.
Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. janúar 2023, um mótun stafrænnar stefnu fyrir Reykjavíkurborg. Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig eru lögð fram drög að erindisbréfi, dags. 16. janúar 2023, ásamt reglum Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa. ÞON23010021.
Samþykkt og vísað til borgarráðs til upplýsinga.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 13. janúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna stafrænna umsókna leikskóla sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110211.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningu á framlínuþjónustu sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010124.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ábendingarvef Reykjavíkurborgar sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010125.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu rafrænna byggingarleyfa sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010126.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:20
Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson Rannveig Ernudóttir
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 11