Stafrænt ráð - Fundur nr. 11

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 25. janúar, var haldinn 11. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á notendamiðaðri textagerð. ÞON22100039.

    kl. 13.32 tekur Andrea Jóhanna Helgadóttir sæti á fundinum.

    Arna Ýr Sævarsdóttir og Birta Svavarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á tæknilegri framlínuþjónustu. ÞON23010029.

    Kjartan Kjartansson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á opnum hugbúnaði. ÞON23010030.

    Halldór Gíslason og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    kl. 14.59 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á flutningi í gagnaver. ÞON23010031.

    Loftur Steinar Loftsson og Ólafur Óskar Egilsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. janúar 2023, um mótun stafrænnar stefnu fyrir Reykjavíkurborg. Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig eru lögð fram drög að erindisbréfi, dags. 16. janúar 2023, ásamt reglum Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa. ÞON23010021.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs til upplýsinga.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 13. janúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna stafrænna umsókna leikskóla sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110211.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningu á framlínuþjónustu sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010124.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ábendingarvef Reykjavíkurborgar sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010125.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu rafrænna byggingarleyfa sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. janúar 2023. MSS23010126.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:20

Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Rannveig Ernudóttir

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 11