Stafrænt ráð - Fundur nr. 10

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 11. janúar, var haldinn 10. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Stekk: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson, Rannveig Ernudóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Ýr Sævarsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. janúar 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 3. janúar 2023, á því að Rannveig Ernudóttir taki sæti í stafrænu ráði stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og að Magnús Davíð Norðdahl taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Rannveigar.  MSS22060158.

  - kl. 13.33 tók Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning á stöðu umbreytingarverkefnis um rafræn byggingarleyfi.

  Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Eyrún Ellý Valsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á framlínuþjónustu og þjónustuveri Reykjavíkurborgar.

  Elísabet Ingadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á starfsemi rekstarþjónustu stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar og framvindu fjárfestingaverkefna.

  Magnús Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á verkefninu Ábendingavefur Reykjavíkur 2.0.

  Bryndís Eir Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Kynningu á notendamiðaðri textagerð er frestað.

 7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. janúar 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningu á stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. desember 2022.

  Fylgigögn

 8. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mælaborð uppbyggingar húsnæðis á vefsíður Reykjavíkurborgar sbr, 7. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. desember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

 9. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kostnaðarmat vegna yfirfærslu yfir í Teams voice, sbr. 6. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 9. nóvember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

 10. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kaup á ráðgjöf frá Gartner group, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. desember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

 11. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kaup þjónustu- og nýsköpunarsviðs á Apple vörum, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. desember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

 12. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi nemendagrunn og árangursmælikvarða, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. desember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

 13. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samstarf þjónustu- og nýsköpunarsviðs við Samband íslenskra sveitarfélaga, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. desember 2022.

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:00

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson

Helgi Áss Grétarsson Rannveig Ernudóttir

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð nr. 10