Stafrænt ráð - Fundur nr. 1

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 29. júní, var haldinn 1. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13.39. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Kristinn Jón Ólafsson, Skúli Helgason, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Andrea Jóhanna Helgadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Óskar J. Sandholt.
Eva Pandora Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2022, varðandi tillögu um stofnun stafræns ráðs og kosningar í stafrænt ráð. MSS22060050

    Fylgigögn

  2. Lögð fram samþykkt fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar, dags. 21. desember 2021. ÞON22060026

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal stafræns ráðs 2022 - 2023. ÞON22060025

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á verkefnum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON22060027

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar. ÞON22060029

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á lýðræðisverkefnum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. MSS22060207
     
    Anna Kristinsdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 15:20 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundi. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram eftirlitskönnun Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 8. apríl 2022, ásamt bréfi borgarskjalavarðar, dags. 28. júní 2022, um skjalastjórn og skjalavörslu hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum. MSS22060103

    Svanhildur Bogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:52

Alexandra Briem Kristinn Jón Ólafsson

Skúli Helgason Friðjón R. Friðjónsson

Andrea Helgadóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir

Sandra Hlíf Ocares