Stafrænt ráð
Ár 2022, miðvikudaginn 29. júní, var haldinn 1. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13.39. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Kristinn Jón Ólafsson, Skúli Helgason, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Andrea Jóhanna Helgadóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Óskar J. Sandholt.
Eva Pandora Baldursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. júní 2022, varðandi tillögu um stofnun stafræns ráðs og kosningar í stafrænt ráð. MSS22060050
Fylgigögn
-
Lögð fram samþykkt fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar, dags. 21. desember 2021. ÞON22060026
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal stafræns ráðs 2022 - 2023. ÞON22060025
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefnum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON22060027
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar. ÞON22060029
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á lýðræðisverkefnum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. MSS22060207
Anna Kristinsdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 15:20 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram eftirlitskönnun Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 8. apríl 2022, ásamt bréfi borgarskjalavarðar, dags. 28. júní 2022, um skjalastjórn og skjalavörslu hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum. MSS22060103
Svanhildur Bogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:52
Alexandra Briem Kristinn Jón Ólafsson
Skúli Helgason Friðjón R. Friðjónsson
Andrea Helgadóttir Ásta Björg Björgvinsdóttir
Sandra Hlíf Ocares