Skóla- og frístundaráð - vinnufundur

Skóla- og frístundaráð

Ár 2024, 10. júní, var haldinn 275. fundur skóla- og frístundaráðs, vinnufundur. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 8.35.
Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Sabine Leskopf (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Kristín Björnsdóttir, kennarar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir staðgengill sviðsstjóra, Frans Páll Sigurðsson, Guðmundur G. Guðbjörnsson, Helga Gunnarsdóttir, Hjörtur Ágústsson, Ólafur Brynjar Bjarkason, Sigríður María Hreiðarsdóttir, Soffía Vagnsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Viktoría Gísladóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fjármálum skóla- og frístundasviðs og hugmyndum um hagræðingu. SFS24060050

    Kl. 8.55 tekur Albína Hulda Pálsdóttir sæti á fundinum. 

    Kl. 9.50 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.

  2. Fram fer hópavinna og umræða þar sem fjallað er um áskoranir og forgangsröðun í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2025. SFS24060050

Fundi slitið kl. 11.57

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem

Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson

Sabine Leskopf Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 10. júní 2024