Skóla- og frístundaráð - vinnufundur

Skóla- og frístundaráð

Ár 2019, 27. mars, var haldinn 157. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 9.07. Fundinn sátu Skúli Helgason (S), formaður, Katrín Atladóttir (D), Pawel Bartoszek (C) og Valgerður Sigurðardóttir (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Sigríður Björk Einarsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Daníel Benediktsson, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Kristján Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eygló Traustadóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fjárfestingaáætlun skóla- og frístundasviðs 2020-2024.  

    Guðlaug S. Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9.20 taka Alexandra Briem og Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum.

    -    Kl. 10.10 taka Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á húsnæðismálum skóla- og frístundastarfs.

  3. Fram fer umræða um fjárfestingaáætlun og húsnæðismál skóla- og frístundasviðs.

    -    Kl. 10.37 víkur Pawel Bartoszek af fundinum.

    -    Kl. 10.53 víkur Katrín Atladóttir af fundinum.

    -    Kl. 11.19 víkur Anna Metta Norðdahl af fundinum.

Fundi slitið klukkan 11:27

Skúli Helgason Alexandra Briem

Pawel Bartoszek