Skóla- og frístundaráð
Ár 2022, 11. mars, var haldinn 227. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fjarfundi kl. 9.10.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva. Jafnframt eftirtalið starfsfólk skóla- og frístundasviðs: Eygló Traustadóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Auk eftirfarandi fulltrúa úr stýrihópi um forgangsröðun viðbygginga og meiriháttar endurbóta á húsnæði skóla- og frístundasviðs: Pawel Bartoszek (C), Daníel Benediktsson, Gréta Þórsdóttir Björnsson, Guðmundur Arnar Þórðarson, Jón Valgeir Björnsson og Kristján Einarsson.
Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning og umræða um forgangsröðun viðbygginga og meiriháttar endurbóta á húsnæði skóla- og frístundasviðs.
Fundi slitið klukkan 10:00
Skúli Helgason Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
227._fundargerd_skola-_og_fristundarads_fra_11._mars_2022.pdf