Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

111. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 17. apríl, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 111. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Hrannar Björn Arnarsson, Helgi Hjörvar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi foreldra, og Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, Áslaug Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla, Guðmundur Þór Ásmundsson, verkefnisstjóri, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. apríl sl., varðandi samþykkt borgarstjórnar sama dag um að Guðlaugur Þór Þórðarson taki sæti í fræðsluráði í stað Guðrúnar Pétursdóttur sem beðist hefur lausnar tímabundið.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags 13. apríl sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, tvö mál.

3. Lagt fram til kynningar fréttabréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Reykjavíkurskólar, 1. tbl. 3. árg. 2000.

4. Lagt fram yfirlit og umsögn deildarstjóra kennsludeildar um stöðu skólanámskrárgerðar í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 1999-2000 (yfirlit yfir skólaárið 1998-1999 sem lagt var fram á síðasta ári sýnt til samanburðar). Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, gerði grein fyrir yfirlitinu. Einnig lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs með yfirliti og umsögn um skóladagatöl skólaársins 1999-2000. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir gerði grein fyrir minnisblaðinu. Fræðsluráð samþykkir og gerir að sínum umsagnir um skólanámskrár og skóladagatöl.

5. Lögð fram skýrsla Önnu Ingeborgar Pétursdóttur og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur með niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur á viðhorfum foreldra til grunnskóla Reykjavíkur. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar.

Anna Kristín Sigurðardóttir fór af fundi kl. 13.40.

6. Lagt fram yfirlit yfir stöðu markmiða í starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík þann 14. apríl sl. Einnig lagt fram yfirlit forstöðumanns fjármálasviðs yfir rekstrarkostnað í janúar – mars 2000 miðað við stöðu bókhalds 13. apríl sl. og útkomuspá fyrir árið í heild. Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, gerði grein fyrir útkomuspánni.

Eyþór Arnalds fór af fundi kl. 13.50.

7. Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnisstjórnar um tómstundatilboð til barna og unglinga sem lögð verður fyrir borgarráð á morgun. Fræðslustjóri kynnti umsögn Fræðslumiðstöðvar um tillögur verkefnisstjórnarinnar, sem gerð var að ósk borgarráðs.

8. Formaður óskaði fræðsluráði gleðilegra páska og gleðilegs sumars og þakkaði fyrir veturinn.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Helgi Hjörvar
Guðlaugur Þór Þórðarson