No translated content text
Skóla- og frístundaráð
115. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, mánudaginn 5. júní, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 115. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Árni Þór Sigurðsson. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi foreldra. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Júlíus Sigurbjörnsson deildarstjóri rekstrardeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson, verkefnisstjóri á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð. Varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.
1. Lagt fram svar deildarstjóra rekstrardeildar við fyrirspurn frá síðasta fundi um átak til bættrar umgengni (fskj 115, 1.1 og 1.2). Óskað var eftir nánari upplýsingum um það hvernig verðlaunafé síðasta árs var notað.
2. Forstöðumaður þróunarsviðs lagði fram drög starfshóps að tillögu að stefnu um skólasöfn í grunnskólum Reykjavíkur (fskj 115, 2.1), kynnti vinnuna og hugmyndir hópsins. Rætt var m.a. um hlutverk og framtíð Skólasafnamiðstöðvar. Vísað til framhaldsvinnslu, m.a. kostnaðargreiningu.
Eyþór Arnalds kom á fund kl 12:20.
3. Kynnt minnisblað frá deildarstjóra rekstrardeildar um skólahúsgögn til framtíðar, gerðir og verð, svo og viðmið um búnað í kennslustofur (fskj 115, 3.1). Einnig lögð fram skýrsla um skólahúsgögn sem áður var kynnt í fræðsluráði á fundi 15. 3. ´99 (fskj 115, 3.2). Vísað til framhaldsvinnu.
Deildarstjóri rekstrardeildar hvarf af fundi kl 13:20.
4. Fræðslustjóri lagði fram og kynnti tillögu að áætlun um vinnuferli og samráð við gerð starfsáætlunar fræðslumála fyrir árið 2001 (fskj 115, 4.1).
5. Forstöðumaður þróunarsviðs lagði fram og kynnti tillögu að reglum um samkeppni um heimasíðugerð grunnskólanemenda í Reykjavík, í framhaldi af samþykkt fræðsluráðs á 101. fundi ráðsins þann 6. desember 1999 (fskj 115, 5.1). Samþykkt að skipa þriggja manna dómnefnd skv. tillögunum og gengur dómnefndin frá endanlegum reglum og auglýsingum um samkeppnina í ágúst 2000. Dómnefndina skipa: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hrannar B. Arnarsson og Eyþór Arnalds.
6. Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti form þjónustusamninga við tónlistarskóla (fskj 115, 6.1). Einnig kynnti hann hvaða tónlistarskólar hafa nú gengið frá þjónustusamningum, alls 8 skólar.
Guðrún Sturlaugsdóttir hvarf af fundi kl 13.40. Eyþór Arnalds hvarf af fundi kl 13:55
7. Kynnt ákvörðun borgarráðs um aukafjárveitingu til tónlistarskóla og skólahljómsveita (fskj 115, 7.1).
8. Lögð fram tillaga um að skólastjóri nýs skóla í Grafarholti verði ráðinn með árs fyrirvara, hlutastarf frá hausti 2000 og aukið hlutfall frá áramótum, til að vinna með undirbúningshópi um hönnun og byggingu skólans. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.15
Hrannar Björn Arnarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Árni Þór Sigurðsson