No translated content text
Skóla- og frístundaráð
116. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, miðvikudaginn 7. júní, kl. 11.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 116. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Eyþór Arnalds og Árni Þór Sigurðsson. Auk þeirra sátu fundinn Guðbjörg Þórisdóttir, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi foreldra. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, og Guðmundur Þór Ásmundsson, verkefnisstjóri á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð. Varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.
1. Ráðning í starf skólastjóra Fellaskóla til eins árs vegna forfalla. Lagt fram yfirlit um umsækjendur, menntun þeirra og starfsreynslu (fskj 116, 1.1). Lagt fram álit fræðslustjóra um ráðningu í starfið (fskj 116, 1.2). Samþykkt einróma að mæla með ráðningu Þorsteins Hjartarsonar í starfið.
Fundi slitið kl. 11:30
Hrannar Björn Arnarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Árni Þór Sigurðsson Eyþór Arnalds