No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2013, 26. júní, var haldinn 42. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10:05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir, formaður (S), Eva Einarsdóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Líf Magneudóttir (V), Ragnar Hansson (Æ) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Björk Jónsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Margrét V. Helgadóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Eva Einarsdóttir var kosinn varaformaður skóla- og frístundaráðs með 6 atkvæðum.
- Kl. 10:10 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
2. Lögð fram skýrsla „ Lesið í leik“, tillaga starfshóps að læsisstefnu fyrir leikskóla, dags. 2013. Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi, skóla- og frístundasviði, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012040043
Svohljóðandi tillaga samþykkt og vísað til borgarráðs:
Tillaga starfshóps að læsisstefnu fyrir leikskóla er samþykkt og sviðsstjóra er falið að hrinda stefnunni í framkvæmd. Sviðsstjóra er einnig falið að kynna stefnuna skólastjórum grunnskóla til að ná markmiðum stefnunnar um samfellu í námi og læsisfærni barna.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúarnir þakka þeim sem tóku þátt í mótun læsisstefnu fyrir reykvíska leikskóla. Með henni er brotið blað á leikskólastiginu og verður stefnan leikskólum góður stuðningur og verkfæri til að örva alla þætti bernskulæsis. Þar er bæði átt við hefðbundna læsisþætti á borð við bókstafaþekkingu, orðaforða og ritun en einnig viðhorf barna til læsis og tilfinningalæsi, sem mótast fyrst og fremst á leikskólaárunum. Mikilvægt er að starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hugi að samstarfi um mál og læsi til að tryggja samfellu í námi barna. Lengi býr að fyrstu gerð og leikskólinn er í lykilstöðu til að hafa jákvæð áhrif á velferð barna í námi fram á unglingsár, ekki síst þau börn sem sérstakan stuðning þurfa til að dragast ekki aftur úr í málþroska og læsi.
Læsi er meira en stafa staut
og stagl um forsetningar
það er lífsins langa þraut
að læra um tilfinningar
Læsisstefnan ,,Lesið í leik“ er tileinkuð skáldinu, Kolbrúnu Vigfúsdóttir sem er fyrrum þróunarfulltrúi á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði þakka fyrir faglega og góða skýrslu og tillögur um læsisstefnu leikskóla. Þeir samþykkja hið góða skref sem stefna læsis fyrir leikskóla er. Nú þegar er mjög mikil og fagleg vinna unnin í leikskólum borgarinnar er varðar lestur, hljóðfræði, orðaforða og frásögn. Stór hópur barna er þegar læs þegar grunnskólanám hefst. Það skortir þó á að sett sé skýrt fram hvað það er sem barn á að hafa farið í gegnum, þ.e. markmið við lok leikskóla. Þau markmið eru mikilvæg til að allir skólar sinni að lágmarki vissum atriðum, til þess að ekki verði of mikil endurtekning í grunnskóla eins og sannað hefur verið og til þess að hægt sé að styðja á markvissan og samræmdan hátt við alla leikskóla. Fulltrúar Sjálfstæðis-flokksins óska eftir því að skóla- og frístundasvið leggi þessar línur sem fyrst til að hægt verði að endurskoða stefnuna með skilgreind markmið að leiðarljósi.
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í leikskólum í skóla- og frístundaráði lagði fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda fagnar nýútkominni læsistefnu fyrir leikskóla sem hefur heitið „Lesið í leik“. Stefnan varpar ljósi á og er kærkomin viðbót við það gríðarlega góða starf sem leikskólar hafa unnið, í gegnum árin, með ritmál, málörvun, tjáningu og leik sem leggur grunn að læsi barna. Stefnan er sérstaklega hagnýt og er frábær leiðarvísir fyrir leikskóla og grunnskóla til að setja sér markmið í kennslu barna.
3. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Brekkuborg. SFS2013060075
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. júní 2013, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við Brekkuborg.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við Brekkuborg.
c) Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við Brekkuborg.
Sjö umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Svala Ingvarsdóttir verði ráðin í stöðu leikskólastjóra við Brekkuborg.
Samþykkt.
4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 24. júní 2013, varðandi áherslur styrkja fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundastarf fyrir árið 2014. SFS2013050165
Varðandi þróunarstyrki er lagt til að fyrir árið 2014 kalli skóla- og frístundaráð sérstaklega eftir verkefnum sem eflt geta fjölmenn