No translated content text
Skóla- og frístundaráð
128. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, mánudaginn 6. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á byggingadeild borgarverkfræðings og var þetta 128. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þeirra sátu fundinn Ellert Borgar Þorvaldsson, fulltrúi skólastjóra, Elín Vigdís Ólafsdóttir og Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, sem á næstunni mun leysa Guðbjörgu Andreu af sem forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð. Að hálfu byggingadeildar sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður, Ámundi V. Brynjólfsson, Dagný Helgadóttir, Rúnar Gunnarsson og Sighvatur Arnarsson. Ennfremur sátu fundinn að hluta fulltrúar úr byggingahópum Hólabrekkuskóla, Sesselja Þórðardóttir aðstoðarskólastjóri og Agnes Helga Bjarnadóttir, og Foldaskóla, Ragnar Gíslason skólastjóri og Guðrún Snorradóttir, Árni Magnússon skólastjóri Hlíðaskóla og arkitektar Hólabrekkuskóla, Gylfi Guðjónsson og Helga Snorradóttir. Formaður bauð nýjan fulltrúa skólastjóra velkominn á sinn fyrsta fund í ráðinu.
1. Rúnar og Ámundi kynntu niðurstöður byggingahópa vegna Hólabrekkuskóla og Foldaskóla. Rúnar kynnti einnig drög að húsrýmisáætlun fyrir tvíburaskóla Hlíðaskóli- Vesturhlíðarskóli. Dagný kynnti möguleika á útfærslu forsagnar Hlíðaskóla. Fræðsluráð samþykkti forsendur forsagnarinnar í meginatriðum og vísar vinnunni áfram til byggingahóps. Gylfi, Helga og Agnes fóru af fundi kl 12:30. Ragnar, Sesselja og Guðrún fóru af fundi kl 12:50. 2. Guðmundur Pálmi kynnti drög að ramma stofnkostnaðar fræðslumála fyrir árið 2001. Guðlaugur Þór fór af fundi kl 13:20 3. Guðmundur Pálmi kynnti fyrstu drög að þriggja ára áætlun stofnkostnaðar fræðslumála árin 2002 - 2004.
4. Sighvatur kynnti tillögu að vinnuáætlun viðhalds grunnskóla árið 2001.
5. Spurt var um stöðu Dalbrautarskóla vegna fréttar um lokun hans um næstu áramót vegna aðstæðna. Leitað hefur verið eftir undanþágum til vors.
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Sigrún Elsa Smáradóttir