Skóla- og frístundaráð
130. fundur
Fræðsluráð
Ár 2000, mánudaginn 4. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 130. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs og Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs sem ritaði fundargerð.
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 30.nóv. sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 2 mál (fskj 130, 1.1).
2. Ráðning skólastjóra við Víkurskóla og nýjan skóla í Grafarholti. Fyrir fundinum lágu útdrættir úr umsóknum, auglýsingar um stöðurnar og viðmið um mat á umsóknum (fskj. 130, 2.1). Fræðslustjóri lagði fram álitsgerð (fskj 130, 2.2) og kynnti hana. Sigrún Elsa vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla sinna við einn umsækjenda. Í kjölfar umræðna óskuðu fulltrúar minnihluta eftir því að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta fundar ráðsins og var það samþykkt.
3. Umsagnir kennararáða, foreldraráða og skólastjóra um starfsáætlun fræðslumála 2001. Fyrir fundinum lá útdráttur úr 14 umsögnum og álit SAMFOKs (fskj 130, 3.1). Fræðslustjóri kynnti efni umsagna. Fræðslustjóra falið að vinna úr umsögnum.
4. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk (fskj 130, 4.1). Fræðslustjóri reifaði niðurstöðurnar. Fram kom ósk um að fá niðurstöður úr nágrannasveitarfélögum til samanburðar, ef unnt væri.
5. Könnun á líðan nemenda. Drög að spurningalista lög fram (fskj 130, 5.1). Umræðu frestað til næsta fundar.
6. Formaður lagði fram kostnaðaráætlun fyrir mötuneyti nemenda í Breiðholtsskóla (fskj 130, 6.1).
Fundi slitið kl. 14.20
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Eyþór Arnalds
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson