Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2001, mánudaginn 12. febrúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 134. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Námsgagnastofnunar og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Námsgagnastofnunar kynnti starfsemi stofnunarinnar og það helsta sem er þar á döfinni.
Sigrún Elsa Smáradóttir kom á fund kl 12:40 Ingibjörg Ásgeirsdóttir hvarf af fundi kl 13:30
2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 8. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 6 mál (fskj 134, 1.1).
3. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dagsett 3. janúar s.l. varðandi umsagnarhlutverk hverfisnefndar Grafarvogs, ásamt minnisblaði hverfisnefndar Grafarvogs frá 20. des 2000, minnisatriðum skrifstofustjóra borgarstjórnar frá fundi hverfisnefndar 2. febrúar 1999 og bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags 3. jan. 2001, til hverfisnefndar Grafarvogs (fskj 134, 2.1).
4. Lagðar voru fram tillögur um úthlutun styrkja fræðsluráðs 2001 (fskj 134, 4.1).
Samþykktar með atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta sátu hjá.
5. Tillögur starfshóps um ráðningamál kennara lagðar fram (fskj 134, 5.1).
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Fræðsluráð fagnar tillögum starfshóps undir forystu fræðslustjóra um aðgerðir til að styrkja nýliðun grunnskólakennara í Reykjavík. Fræðsluráð trúir því og treystir að með þessum markvissu aðgerðum og nýsamþykktum kjarasamningi við grunnskólakennara verði unnt að manna skólana með reisn næsta haust. Hinsvegar er rétt að ítreka þá staðreynd að ef spá um nemendafjölda næsta hausts gengur eftir þurfum við 25 nýja kennara í Reykjavík og þá erum við einnig að fjölga stöðugildum inni í grunnskólunum um 25 á þessi ári óháð nemendaaukningu.
Afgreiðslu frestað 6. Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir að beina því til borgarráðs að það beiti sér fyrir því við Samband íslenskra sveitarfélaga öll endur- og símenntun kennara og skólastjórnenda í grunnskólum verði á vegum sveitarfélaga og þar með verði nauðsynlegt fjármagn vegna þessarar endur- og símenntunar flutt frá ríki til sveitarfélaganna. Við mat á flutningi fjármagns vegna þessa verkefnis verði skoðað hvort framlag ríkisins til endur- og símenntunar grunnskólakennara hafi rýrnað á síðustu árum.
Tillögunni fylgir greinargerð (fskj 134, 6.1). Afgreiðslu frestað.
7. Meirihluti fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Fræðsluráð fagnar þeim sveigjanleika í skólastarfi sem birtist í nýgerðum kjarasamningi við kennara, þ.á.m. hvað varðar upphaf og lok skólaárs, töku vetrarleyfis og nýtingu undirbúningsdaga á starfstíma skóla. Slíkur sveigjanleiki er í takt við stefnumótun fræðsluráðs um sjálfstæði skóla og því telur fræðsluráð rétt að virða frelsi skólanna til þess að stýra þessum sveigjanleika í eðlilegu samráði við foreldraráð við gerð skólanámskrár. Þó telur fræðsluráð óhjákvæmilegt að skólar sem starfa saman að heildstæðu grunnskólanámi nemenda úr einstökum borgarhlutum (að- og safnskólar) samræmi starfstíma sinn þannig að skóladagatöl systkina séu í samræmi. Einnig hvetur fræðsluráð skólana til þess að nýta virka daga sem eru lögbundnir frídagar nemenda sem undirbúningsdaga kennara á starfstíma skóla.
Samþykkt samhljóða
8. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurnir:
a) Hvernig hefur fyrirtækinu Línu.Net gengið að uppfylla skilyrði samnings sem að fyrirtækið gerði við Fræðslumiðstöð um skólanet? b) Eftir síðasta fund fræðsluráðs gerðist það að send var fréttatilkynning í nafni Fræðslumiðstöðvar þar sem fram kom túlkun á því hvað gerðist á fundi fræðsluráðs og skoðun R-listans á einu af deilumálum fundarins. Um leið og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að nafn Fræðslumiðstöðvar skuli misnotað með þessum hætti er hér farið fram á að fá að vita hvort þessi vinnubrögð séu fordæmi þess sem að koma skal?
Guðrún Pétursdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hurfu af fundi kl 14:05 9. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Fræðsluráð samþykkir að beina því til byggingadeildar borgarverkfræðings-embættisins og fræðslustjóra að hönnun og framkvæmdir við mötuneytiseldhús og matsal í Fossvogsskóla taki mið af því að unnt verði að bjóða reksturinn út. Jafnframt verði athugað að bjóða upp á þjónustu utan skólatíma. Tillögunni fylgir greinargerð (fskj 134, 8.1) Afgreiðslu frestað.
10. Lagt var fram minnisblað frá forstöðumanni þjónustusviðs um innritun 6 ára barna og flutning barna milli skóla, skólaárið 2001 – 2002 (fskj 134, 9.1).
Fundi slitið kl. 14.10
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Sigrún Elsa Smáradóttir