Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Fræðsluráð

Ár 2001, mánudaginn 26. febrúar, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 135. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellert Borgar Þorvaldsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs og staðgengill fræðslustjóra, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar, Jón Ingvar Valdimarsson, verkefnisstjóri tölvumála og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 23. febrúar sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 2 mál (fskj 135, 1.1).

2. Lögð fram svör við fyrirspurnum minnihluta frá síðasta fundi (fskj 135, 2.1) (fskj 135, 2.2).

3. Fjárhagslegt sjálfstæði skóla. Forstöðumaður fjármálasviðs kynnti tillögur að reiknilíkani vegna skiptingar fjármagns milli skóla þar sem meira tillit er tekið til nemendafjölda en áður (fskj 135, 3.1), ásamt greinargerð.

Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar fræðsluráðs og tíminn notaður til að kynna tillöguna skólastjórum og foreldraráðum

Skólastjórarnir Þórður Kristjánsson, Ásgeir Beinteinsson, Haraldur Finnsson og Ragnar Þorsteinsson sátu fundinn undir þessum lið sem fulltrúar í reiknilíkansnefnd.

4. Tekinn til afgreiðslu liður 5 frá síðasta fundi ráðsins, tillaga vegna fjármagns til símenntunar kennara. Tillagan hljóðar svo með breytingu:

Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir að beina því til borgarráðs að það beiti sér fyrir því við Samband íslenskra sveitarfélaga að nauðsynlegt fjármagn vegna endur- og símenntunar kennara og skólastjórnenda í grunnskólum sem nú er hjá ríki verði flutt til sveitarfélaganna. Við mat á flutningi fjármagns vegna þessa verkefnis verði skoðað hvort framlag ríkisins til endur- og símenntunar grunnskólakennara hafi rýrnað á síðustu árum.

Samþykkt samhljóða

Hannes Þorsteinsson hvarf af fundi kl 14:35. 5. Tekin fyrir tillaga formanns frá síðasta fundi en tillagan hljóðaði svo: Fræðsluráð samþykkir að beina því til byggingadeildar borgarverkfræðings-embættisins og fræðslustjóra að hönnun og framkvæmdir við mötuneytiseldhús og matsal í Fossvogsskóla taki mið af því að unnt verði að bjóða reksturinn út. Jafnframt verði athugað að bjóða upp á þjónustu utan skólatíma. Tillögunni fylgdi greinargerð (fskj 134, 8.1) Samþykkt samhljóða. 6. Kynnt minnisblöð frá Guðrúnu Eddu Bentsdóttur um Stóru lestrarkeppnina (fskj 135, 7.1) og Þátttöku grunnskóla Reykjavíkur í Evrópska tungumálaárinu, (fskj135, 7.2.). 7. Fulltrúi SAMFOK spurðist fyrir um embættisafgreiðslur, þ.m. sund, umferðaröryggi við Selásskóla og fleira. Deildarstjóri kennsludeildar greindi frá því að búið er að skipa vinnuhóp vegna sundmála í samvinnu við ÍTR. Eftirfarandi tillaga var borin fram: Fræðsluráð beinir því til samgöngunefndar að skoða mögulegar leiðir í umferðaröryggismálum við endastöð SVR við Selásskóla. Samþykkt samhljóða.

8. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki samkvæmt tillögum um úthlutun styrkja fræðsluráðs 2001 á síðasta fundi (fskj 134, 4.1).

Alnæmissamtökin á Íslandi Ingi Rafn Hauksson Fræðslu og forvarnarstarf í grunnsk. Rvk. 100.000

Hollráð Þýðing og stöðlun áhugasviðsmælitækis IDEAS 200.000 Ásta Kr. Ragnarsdóttir fyrir efstu bekki grunnskóla.

Íþróttafélag fatlaðra Sundkennsla fatlaðra barna sem ekki geta notið 550.000 Júlíus Arnarson almennrar sundkennslu.

Jón Pétur Zimsen Hönnunar og nýsköpunarkeppni fyrir 100.000 grunnskólanemendur.

Kennaraháskóli Íslands Ásta Lárusdóttir Gerð GRP-14e ritmálsprófs. 150.000 Rannveig Lund-Lest Taka grundvallaratriða læsis í evrópskum ritmálum. 250.000 Baldur Sigurðsson Til að standa straum af stóru upplestrarkeppninni. 150.000

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Eldvarnarvika í grunnskólum Reykjavíkur. 150.000 Guðmundur Vignir Óskarsson

Leikfélag Reykjavíkur Grunnskólaverkefnið "Heimsókn í leikhúsið" 1.000.000 Páll Baldvin Baldvinsson heimsókn 9 ára barna í grunnsk. Rvk. í leikhúsið. Myndlistarskólinn í Rvk Styrkumsókn v/reksturs, fjármálastj. Og fjölgunar 7.000.000 Þóra Sigurðardóttir námskeiða í barna og unglingadeildum.

SAMFOK Til reksturs foreldrastarfs, ráðning umsj.m. 2.200.000 Óskar Ísfeld Sigurðsson foreldrarölts, rekstur skrifstofu o.fl.

Stefmennt ehf Gerð kennsluvefs í tónmennt fyrir netið 400.000 Stefán S. Stefánsson Þórir Þórisson Árangursmæling á tónlistarkennslu á námsárangur 800.000 í öðrum greinum-tilraunaverkefni.

Ásthildur Snorradóttir Útgáfa málörvunarkerfis. 400.000

Valgerður Jónsdóttir Tónlistarkennsla fatlaðra nemenda. 2.000.000

Afmælisstyrkir fræðsluráðs Fossvogsskóli tugafmæli 150.000 Hamraskóli tugafmæli 150.000 Styrkir alls 15.750.000

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir