Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2001, mánudaginn 26. mars, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 137. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Sighvatur Arnarson frá byggingadeild borgarverkfræðings og Guðmundur Kr Guðmundsson, arkitekt, mættu undir lið 3.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 22. mars sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 1 mál (fskj 137, 1.1).
2. Tekin til afgreiðslu drög að viðmiðum um skólabyggingar sem frestað var á síðasta fundi (fskj 136, 6.1).
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Fræðsluráð þakkar vinnu starfshóps um viðmið um grunnskólabyggingar. Fræðsluráð tekur fram að hér er um ákveðinn grunn að ræða en síðan er tekin ákvörðun varðandi byggingar eða viðbyggingu hvers skóla fyrir sig. Jafnframt felur fræðsluráð forstöðumanni fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar að vinna nánar í samvinnu við byggingadeild borgarverkfræðings, að nánari útfærslu varðandi húsnæði og búnað.
Fulltrúi D lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Varðandi almenn viðmið um grunnskólabyggingar og búnað er brýnt að þau verði ekki til þess að negla niður þann ramma sem skólum er skapaður. Það er mjög mikilvægt að gefa nýsköpun í skólastarfi eðlilegt svigrúm, þótt menn haldi sig innan ákveðins ramma í byggingunni sem heild.
3. Forstöðumaður þjónustusviðs greindi frá stöðu sameiningarvinnu Hlíðaskóla - Vesturhlíðarskóla og lagði fram minnisblað um kynnisför til Danmerkur þar sem skoðaður var samvinnuskóli heyrandi og heyrnarlausra (fskj 137, 3.1). Arkitekt gerði grein fyrir hugmyndum að viðbyggingu við Hlíðarskóla. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun: Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með gang mála hvað varðar sameiningu Vesturhlíðar- og Hlíðaskóla og væntir þess að áfram verði unnið í sama anda.
4. Lagt var fram og kynnt minnisblað frá fræðslustjóra varðandi umhverfismál í skólum, - Staðardagskrá 21 (fskj 137, 4.1).
5. Umsóknir í þróunarsjóð grunnskóla voru lagðar fram til kynningar (fskj 137, 5.1).
6. Lagt var fram bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem þökkuð er aðstoð Fræðslumiðstöðvar og skóla við atkvæðagreiðslu 17. mars s.l. og undirstrikað að án skólanetsins og þess tæknibúnaðar sem Fræðslumiðstöð og skólarnir lögðu til hefði atkæðagreiðslan aldrei getað farið fram með rafrænum hætti (fskj 137, 6.1).
7. Kynntur var bæklingurinn Veldu kennslu – veldu Reykjavík og greint frá heimsókn kennaranema á Fræðslumiðstöð s.l. föstudag.
8. Óskar Ísfeld Sigurðsson lagði fram eftirfarandi athugasemd við fundargerð: Á fræðsluráðsfundi í janúar kynnti fræðslustjóri yfirlit yfir markmið í starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík fyrir árið 2000. Þar kom fram meðal annars undir Markmið; b) Sjálfstæði skóla: Niðurstöður athugana nýttar til að greina mun á skólum og skólahverfum v. Fjárhagsáætlunar. Í dálki með titlinum: Staða 30. des 2000 stendur: Tillögur liggja fyrir. Á þessum fundi óskaði ég skriflega eftir því m.a. að fá tillögurnar. Þrátt fyrir síendurteknar óskir hef ég ekki enn fengið þessar tillögur í hendur. Hér með er þessi ósk enn ítrekuð. Aftur á móti fékk ég eftirfarandi svar sent frá Guðmundi Þór Ásmundssyni f.h. Fmr. “Við úthlutun á auknu fjármagni til stjórnunar í grunnskólum Reykjavíkur hefur verið tekið tillit til félagslegs ….
Eftir að hafa fengið þetta svar óskaði ég munnlega eftir upplýsingum um hvernig skólahverfin væru flokkuð eftir menntunarsamsetningu og margfeldisstuðli fyrir hvern skóla og upplýsingum um hvernig fjármagn til stjórnunar fyrir hvern skóla væri reiknað. Þetta er hér með ítrekað.
Fundi slitið kl. 14.00
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir