Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Fræðsluráð

Ár 2001, mánudaginn 23. apríl, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 139. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, varaformaður fræðsluráðs, Argrímur Viðar Ásgeirsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellert Borgar Þorvaldsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri kennsludeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tvö bréf frá formanni SAMFOK þar sem sem þakkað er samstarf við gerð handbókar fyrir foreldra og rekstrarstyrk frá fræðsluráði (fskj 139. 1.1 og 1.2).

2. Lagt var fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra um sérdeild í Landholtsskóla, sbr 138. fund fræðsluráðs (fskj 139, 2.1).

3. Kynnt framkvæmd breytinga á Fræðslumiðstöð sbr. samþykkt fræðsluráðs frá 16. okt 2000 (fskj 139, 3.1).

4. Kynntar hugmyndir um nýjan ráðgjafarskóla fyrir nemendur með alvarlegar geð- og atferlistruflanir og kynnt tillaga að auglýsingu eftir skólastjóra hins nýja skóla (fskj 139, 4.1).

5. a) Kynntar voru tillögur að viðbyggingu við Hlíðaskóla. Fræðsluráð var sammála tillögunum. Foreldraráð Hlíðaskóla lagði fram umsögn um tillögurnar ( fskj 139, 5.1).

Sighvatur Arnarson frá byggingadeild, Guðmundur Kr Guðmundsson arkitekt, Árni Magnússon skólastjóri, Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá foreldraráði og Unnur Hjaltadóttir frá kennararáði Hlíðaskóla og Berglind Stefánsdóttir skólastjóri, Margrét Jóhannesdóttir frá kennararáði og Fríða Birna Kristinsdóttir frá foreldraráði Vesturhlíðarskóla mættu á fundinn undir þessum lið.

b) Kynntar voru tillögur að viðbyggingu Ártúnsskóla. Fræðsluráð var sammála tillögunum.

Þorkell Jónsson frá byggingadeild og Ormar Þór Guðmundsson arkitekt mættu á fundinn undir þessum lið.

6. Úthlutun úr þróunarsjóði. Eftirfarandi úthlutanir voru samþykktar samhljóða:

Verkefnisstjóri Skóli Heiti verkefnis Upphæð 1 Guðmundur Sighvatsson Austurbæjarskóli Fjölmenningarlegur skóli 600.000 2 Kristbjörn Árnason Álftamýrarskóli Móðurskóli í "Hönnun og smíði" 100.000 3 Linda Rós Michaelsdóttir og Þórunn Erna Jessen Álftamýrarskóli Móðurskóli í tungumálakennslu 1.000.000 4 Guðrún Kristinsdóttir Ártúnsskóli Lífsleikni - Leið til lausnar 150.000 7 Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Fellaskóli Þýðing á skólahandbók Fellaskóla 200.000 8 Andrea Burgherr Foldaskóli Nýsköpun og upplýsingatækni 600.000 9 Llija Jóhannsdóttir Grandaskóli Móðurskóli í tölvum 600.000 10 Sigþór Magnússon Klébergsskóli Árgangaþemu 400.000 11 Svanhildur María Ólafsdóttir Korpuskóli Samkennsla og sveigjanlegt skólastarf í 6. - 8. bekk 600.000 12 Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir Korpuskóli Móðurskóli í myndlist 100.000 13 Trausti Þór Sverrisson Langholtsskóli Upplýsingatækni í skólastarfi - heildstæð menntun fyrir kennara 200.000 14 Ragnheiður Jónsdóttir Melaskóli Sjáið og heyrið - hlustið og lærið 300.000 15 Fríða S. Haraldsdóttir Selásskóli Móðurskóli í skólasafnskennslu 600.000 17 Sigríður Ruth Magnúsdóttir Vesturbæjarskóli Markvisst námsmat fyrir nýbúanemendur 400.000 18 Ester Auður Elíasdóttir Vogaskóli Breyttir kennsluhættir - Netvæddur verkefnabanki fyrir nemendur og kennara í ensku í grunnskólum 350.000 19

Árbæjarskóli Þróunarskóli í upplýsingatækni 3. ár 1.000.000 20

Breiðholtsskóli Móðurskóli í foreldrasamstarfi 2. ár 550.000 21

Engjaskóli Móðurskóli í foreldrasamstarfi 2. ár 550.000 22

Hólabrekkuskóli Móðurskóli í náttúrufræðigreinum 3. ár 900.000 23

Melaskóli Móðurskóli í náttúrufræðigreinum 3. ár 900.000 24

Selásskóli Móðurskóli í náttúrufræðigreinum 3. Ár 900.000

Alls 11.000.000

7. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu skóladagatala:

Fræðsluráð beinir því til skólastjóra að þegar skóladagatal hefur fengið tilskylda umfjöllun í kennararáði, á almennum kennarafundi og hjá foreldraráði viðkomandi skóla, sé það sent til Fræðslumiðstöðvar ásamt bréfi þar sem gerð er grein fyrir því hvernig hinum 180 skóladögum nemenda sé ráðstafað. Samþykkt samhljóða. Tillögunni fylgdi greinargerð.

Fundi slitið kl. 14.30

Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Arngrímur Viðar Ásgeirsson Guðrún Pétursdóttir