Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Fræðsluráð

Ár 2001, mánudaginn 14. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð og var þetta 141. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Bryndís Þórðardóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram ályktun Skólastjórafélags Reykjavíkur um skipan skóladaga (fskj 141, 0.1).

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags 10. maí s.l. um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, 2 mál (fskj 141. 1.1).

3. a) Lagðar að nýju fram upplýsingar um umsóknir um auglýsta stöðu skólastjóra Laugarnesskóla. Fimm umsækjendur voru um stöðuna (fskj 140, 5.6). Einnig lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðuna (fskj 141, 2a1) og álit kennararáðs skólans um hæfi og reynslu umsækjenda (fskj 141, 2a2). Einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka (fskj 141, 2a3). Afgreiðslu frestað.

b) Lagðar fram upplýsingar um umsóknir um auglýsta stöðu skólastjóra Selásskóla. Fimm umsækjendur voru um stöðuna (fskj 141, 2b1). Einnig lagt fram álit fræðslustjóra vegna ráðningar í stöðuna (fskj 141, 2b2) og álit kennararáðs skólans (fskj 141, 2b3). Afgreiðslu frestað.

Sigrún Elsa Smáradóttir vék af fundi undir þessum lið og Guðrún Erla Geirsdóttir tók sæti hennar. Sigrún Elsa Smáradóttir tók aftur sæti kl 12:45.

4. Tekin var til umfjöllunar greinargerð um stöðu starfs- og fjárhagsáætlunar á fyrsta ársfjórðungi 2001 sem lögð var fram á síðasta fundi (fskj 140, 6.1).

5. Tekið til umfjöllunar minnisblað frá deildarstjóra kennsludeildar og forstöðumanni þróunarsviðs um ráðgjöf um þróun kennsluhátta og upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi, sem lagt var fram á síðasta fundi (fskj 140, 9.1).

6. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra til fræðsluráðs varðandi skólaskipan í nýrri byggð undir hlíðum Úlfarsfells, í Höllum og Hamrahlíðarlöndum (fskj 141, 5.1) í framhaldi af erindi frá borgarverkfræðingnum í Reykjavík þar sem óskað er eftir tillögum um stærð og fjölda skólahverfa. Um er að ræða ca 350 ha landsvæði, þar sem gætu orðið á að giska 6-7 þúsund íbúðir. Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt samhljóða: Gera þarf ráð fyrir ca 7 lóðum fyrir skóla. Skólar gætu verið: 1. Heildstæðir skólar með 1. – 10. bekk og 2 – 3 bekkjardeildir í hverjum árgangi. Nemendur yrðu þá 450 – 600 í hverjum skóla. 2. Barnaskólar með 1. – 6. bekk og unglingaskólar með 7. – 10. bekk, þ.e. fjórir barnaskólar með um 400 – 550 nemendur hver og tveir unglingaskólar með um 500 – 700 nemendur. 3. Blanda þessum tveimur leiðum saman.

7. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um skólaskipan í Rimahverfi vegna nýrrar íbúðabyggðar í hverfinu (fskj 141, 6.1). Eftirfarandi bókun var lögð fram: Fræðsluráð telur einsýnt að frekari uppbygging íbúðarhúsnæðis í Rimahverfi kalli á nýjar lausnir varðandi skólaskipan í hverfinu. Rimaskóli er annar stærsti skóli borgarinnar og rúmar ekki frekari aukningu nemenda næstu árin. Fræðsluráð mælir með því að stefnt verði að byggingu skóla fyrir yngstu nemendur í grennd við Rimaskóla og að skoðaðir verði mismunandi kostir þess að tengja skólann við börn á leikskólaaldri. Samþykkt samhljóða. Skólastjóri Rimaskóla sat fundinn undir þessum lið. Fundi slitið kl. 14.30

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Bryndís Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Guðrún Pétursdóttir