Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Fræðsluráð

Ár 2001, mánudaginn 21. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Fellaskóla og var þetta 142. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Theodórsdóttir og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellert Borgar Þorvaldsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Frá byggingadeild borgarverkfræðings sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður og Sighvatur Arnarson. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Anna Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri kennsludeildar og Guðmundur Þór Ásmundsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ekið var milli nokkurra skóla og staða byggingamála skoðuð. Skólarnir voru, Rimaskóli, Borgaskóli, Víkurskóli, Korpuskóli, Hólabrekkuskóli og endað í Fellaskóla. Einnig var ekið hjá lóð nýs skóla í Grafarholti.

2. Forstöðumaður byggingadeildar greindi frá framvindu nýbygginga við grunnskóla Reykjavíkur (fskj 142, 2.1).

3. Sighvatur Arnarson greindi frá stöðu viðhalds og viðgerða við skólana (fskj 142, 3.1).

4. Fræðslustjóri lagði fram minnisblað varðandi hönnunarferli nýs grunnskóla í Grafarholti og gerði grein fyrir vinnu byggingahóps við skólann (fskj 142, 4.1).

5. Deildarstjóri kennsludeildar kynnti hugmyndir um uppbyggingu skólalóða í Lundi í Svíþjóð, „grönna skolar“ (fskj 142, 5.1).

6. Lagðar voru fram og kynnti upplýsingar um áætlaðan nemenda- og deildafjölda í grunnskólum Reykjavíkur 2001 - 2002 ásamt upplýsingum um skráningu 6 ára barna og nemenda úr öðrum sveitarfélögum (fskj 142, 6.1). Formaður lagði fram eftirfarandi bókun: Nemendaskráning fyrir skólaárið 2001 – 2002 sýnir annað árið í röð mikla fjölgun grunnskólanemenda í Reykjavík. Gangi skráningin eftir verða 300 fleiri skólabörn í skólum borgarinnar næsta haust. 1. Nýju skólarnir, sem taka til starfa í ágúst n.k., Víkurskóli og nýr skóli í Grafarholti taka við um helming aukningarinnar. 2. Þá fjölgar einnig mikið í Borga- og Rimaskóla eða um 100 nemendur samtals. 3. Athygli vekur aukning í unglingaskólunum (safnskólunum) Haga-, Réttarholts- og Laugalækjarskóla, en rúmlega 100 nemendur bætast við í þeim skólum. Nemendaaukning undangenginna ára í yngstu árgöngunum er núna að segja til sín á unglingastiginu. 4. Samkvæmt þessari skráningu er Rimaskóli stærsti skóli borgarinnar með 815 nemendur en Árbæjarskóli trónir í öðru sæti með um 800 nemendur. Folda- og Seljaskóli eru báðir með tæplega 700 nemendur en árið 1990 var Foldaskóli með rúmlega 1200 nemendur og Seljaskóli rúmlega 1300.

7. a) Tekin fyrir ráðning skólastjóra Laugarnesskóla sem frestað var á síðasta fundi. Lagt fram bréf frá kennararáði skólans um hæfi umsækjenda (fskj 142, 7a.1). Samþykkt einróma að mæla með því við borgarráð að Helgi Grímsson verði ráðinn til starfsins. b) Tekin fyrir ráðning skólastjóra Selásskóla sem frestað var á síðasta fundi. Lögð var fram tilkynning þar sem einn umsækjandi dregur umsókn sína til baka. Samþykkt einróma að mæla með því við borgarráð að Örn Halldórsson verði ráðinn til starfsins. c) Kynnt var að eini umsækjandinn um stöðu aðstoðarskólastjóra í Víkurskóla hefur dregið umsókn sína til baka í símtali 17. maí og var umsóknarfrestur um starfið því framlengdur.

Fundi slitið kl. 15.10

Sigrún Magnúsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Margrét Theodórdóttir
Hrannar Björn Arnarsson Guðrún Pétursdóttir