Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2001, mánudaginn 11. júní, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð og var þetta 143. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Haraldur Finnsson, fulltrúi skólastjóra, Hannes Þorsteinsson og Elín Vigdís Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi SAMFOKs. Einnig sátu fundinn Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs og staðgengill fræðslustjóra, Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, og Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs sem ritaði fundargerð. Ragnar Þorsteinsson skólastjóri Breiðholtsskóla og Hildur Hafstað skólastjóri Engjaskóla sátu fundinn undir lið 6.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 7. júní sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa, 5 mál (fskj. 143 1.1.). Í tilefni af erindi foreldra varðandi hverfisskóla að Korpúlfsstöðum var ákveðið að taka málefni skólans til umræðu á næsta fundi. Ákveðið var að taka þá jafnframt til umræðu erindi um framkvæmd samræmdra prófa vorið 2002 og frestun fyrsta samræmds prófs í samfélagsfræði til vors 2003.
2. Ráðningar. A) Skólastjóra að ráðgjafarskóla vegna geðfatlaðra (fskj. 143 2.1.). Starfsmannastjóri lagði fram álitsgerð fræðslustjóra (fskj. 143 2.2.). Afgreiðslu frestað til næsta fundar. B) Aðstoðarskólastjóra við Víkurskóla. Starfsmannastjóri kynnti umsóknirnar og lagði fram álitsgerð (fskj. 143 10.1,2,3.). Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
3. Kynnt var bréf frá borgarstjóra til borgarráðs með tillögu forstöðumanna Félagsþjónustunnar, ÍTR, Fræðslumiðstöðvar og Leikskóla Reykjavíkur um hverfisbundið samstarf þessara aðila með stofnun Vesturgarðs (fskj. 143 3.1.).
4. Kynnt voru úrslit og verðlaunaafhending í heimasíðukeppni grunnskólanna og lagt fram minnisblað frá forstöðumanni þróunarsviðs (fskj. 143 6.1).
5. Nöfn á tvo skóla í Grafarholti. Lagt var fram bréf frá Guðlaugu Sturlaugsdóttur skólastjóra þar sem hún mælir með nafninu Ingunnarskóli, á skólann sem hún er ráðin að. Þetta er samkvæmt tillögu Þórhalls Vilmundarsonar prófessors sem hefur jafnframt lagt til að næsti skóli í Grafarholti verði nefndur Sæmundarskóli (fskj. 143 9.1.). Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6. Kynning á móðurskólum í foreldrasamstarfi. Hildur Hafstað skólastjóri kynnti fyrsta starfsárið í Engjaskóla (fskj. 143 5.1.). Ragnar Þorsteinsson skólastjóri kynnti þróunarstarfið þennan fyrsta vetur í Breiðholtsskóla (fskj. 143 5.2.).
7. Greinargerð starfsmannastjóra lögð fram um stöðu kennararáðninga við Grunnskóla Reykjavíkur (fskj. 143 7.1.).
8. Starfsmannastjóri lagði fram greinargerð og tillögu úthlutunarnefndar Ferðasjóðs Grunnskóla Reykjavíkur, um úthlutun ferðastyrkja til 28 einstaklinga, alls að upphæð 795.000 kr. af 1.000.000 kr. sem í sjóðnum eru (fskj. 143 8.1.). Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14.25
Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarson Guðlaugur Þór Þórðarson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Pétursdóttir