Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 2004, 29. október kl. 13:30, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð og var þetta 218. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Katrín Jakobsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Gísli Helgason áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir fulltrúi SAMFOKs, Reynir Daníel Gunnarsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fulltrúar R-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Fræðsluráð mælist eindregið til þess að vetrarfrí sem ákveðið hafði verið dagana 3., 4. og 5. nóvember í flestum grunnskólum Reykjavíkur verði fellt niður. Skólastjórum er falið að leitast við eftir föngum að eðlilegt skólastarf geti farið fram eftir aðstæðum á hverjum stað. Því er beint til skólastjóra að þeir komi til móts við óskir um leyfi frá starfsmönnum og nemendum sem ekki telja sig geta mætt til skóla þessa daga vegna áforma um að nýta þessa skipulögðu leyfisdaga með öðrum hætti.
Þessi samþykkt gildir ekki þar sem kennt hefur verið undanfarnar vikur með undanþágu, um Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og kennslu við Barna- og unglingageðdeild skv. óskum skólastjóra.
Vinna kennara þessa daga verður greidd sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.

2. Fræðslustjóri lagði fram til kynningar gögn um upplýsingagjöf til foreldra í Ingunnarskóla vegna námsferðar til Minnesota. Þessi gögn er að finna á heimasíðu skólans (fskj. 218, 2.1).

Fundi slitið kl. 14:00

Stefán Jón Hafstein

Katrín Jakobsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Anna Kristinsdóttir Marta Guðjónsdóttir