Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2013, 5. júní, var haldinn 41. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10:08. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir, formaður (S ), Erna Ástþórsdóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Kjartan Magnússon (D), Líf Magneudóttir (V), Ragnar Hansson (Æ) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna J. Waage, foreldrar barna í leikskólum, Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Forsendur fjárhagsáætlunar og tekjuspá 2014. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri, Halldóra Káradóttir, skrifstofustjóri fjármála og Ásgeir Westergren, sérfræðingur, fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2013050164
- Kl. 10:35 tóku Auður Árný Stefánsdóttir og Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
Áheyrnarfulltrúar kennara í grunnskólum, skólastjóra í grunnskólum og skólastjóra í leikskólum lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar skólastjórnenda í grunn- og leikskólum ásamt fulltrúa kennara í grunnskólum vilja beina því til kjörinna fulltrúa að þeir standi vörð um öfluga og metnaðarfulla grunnþjónustu nemenda í leik- og grunnskólum á komandi fjárhagsári. Mikilvægt er að á komandi fjárhagsári verði hugað að faglegri sókn og bættri aðstöðu í skólunum. Einnig er vert að benda á að þörf er á að jafna aðstöðu í skólum en eldri stofnanir búa margar yfir lakari búnaði og aðstöðu en þær nýrri.
2. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2013, Nemi kennir nema. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. maí 2013. SFS2013050052
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa erindi af Betri Reykjavík um Nemi kennir nema til sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs með beiðni um að vakin verði athygli á henni meðal grunnskólakennara á viðeigandi vettvangi.
Samþykkt með 6 atkvæðum, Líf Magneudóttir sat hjá.

3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi ráðsins 15. maí 2013:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að sviðsstjóri dragi upp reglur sviðsins um sveigjanleika við upphaf og lok náms barna í grunnskólum borgarinnar. Reglurnar sem nú eru til staðar verði endurskoðaðar og uppfærðar út frá reynslu og þekkingu skólastjóra og sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum.

Auk þess lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. júní 2013. SFS2013050145

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu:
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að draga upp lagaramma og verklagsreglur um sveigjanleika við upphaf og lok náms barna í grunnskólum borgarinnar. Lagarammi og verklagsreglur verði gerðar foreldrum aðgengilegar á vef skóla- og frístundasviðs og kynntar skólastjórnendum og námsráðgjöfum. Verklagsreglur verði unnar út frá reynslu og þekkingu skólastjóra og sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum.
Samþykkt.

4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. maí 2013, varðandi stofnun þátttökubekkjar frá Brúarskóla í Grafarvogi. SFS2013040149
Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla og Hrund Logadóttir, verkefnastjóri sérkennslu, skóla- og frístundasviði, sátu fundinn undir þessum lið.

5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi ráðsins 10. apríl 2013:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að forgangsraðað verði í fjárfestingum spjald-tölva fyrir grunnskóla og leikskóla með þeim hætti að annars vegar fái kennarar slíkar tölvur til að kynnast og læra að nota og hins vegar fái sérkennarar tæki til að nýta fyrir börn með sértæka lærdómserfiðleika. Þannig kynnast kennarar tækifærum spjaldtölva og hafa tíma til að skipuleggja nýtingu þeirra í samræmi við skólastefnu. Að auki hafa spjaldtölvur reynst gríðarlega gagnleg tæki fyrir sérkennslu af ýmsum toga og mörg forrit eru nú þegar fyrir hendi, sem henta vel til slíkrar kennslu, m.a. fyrir einhverf börn.
SFS2013040093
Frestað.

6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi ráðsins 20. mars 2013:
Sjálfstæðismenn leggja til að skilgreint verði og kynnt foreldrum hversu mikið af gjaldi foreldra fyrir mat í skólum borgarinnar fer til hráefniskaupa handa börnum.
Greinargerð fylgdi. SFS2013040054

- Kl. 11:30 vék Kjartan Magnússon af fundi.
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa tillögunni til sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs með beiðni um að tillagan verði útfærð í vinnu varðandi mötuneytisþjónustu sviðsins.

- Gert var hlé á fundinum frá kl. 12:10 til 12:35.

7. Lögð fram greinargerð um Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2013. Arnfríður R. Valdimars-dóttir, verkefnastjóri barnamenningar, Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum og Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu, skóla- og frístundasviði, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2013050168

- Kl. 13:00 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð fagnar nýafstaðinni Barnamenningarhátíð sem þykir hafa tekist með eindæmum vel. Hátíð, sem haldin var í þriðja sinn í ár, hefur með metnaðarfullri dagskrá náð að festa rætur í hjörtum ungra og aldinna borgarbúa og vill skóla- og frístundaráð þakka þeim fjölmörgu sem að henni koma fyrir frábært starf.

8. Lögð fram drög að styrktar- og samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs við SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. SFS2013050058
Samþykkt.

Bryndís Jónsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis.

9. Lögð fram drög að styrktarsamningi skóla- og frístundasviðs við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík vegna sundkennslu. SFS2013050064
Samþykkt.
10. Lagður fram samningur skóla- og frístundasviðs við Myndlistarskólann í Reykjavík. SFS2013060001
Frestað.
11. Lögð fram drög að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til Hjallastefnunnar vegna leikskólans Öskju. SFS2013050072
Samþykkt með 6 atkvæðum og vísað til borgarráðs, Líf Magneudóttir sat hjá.
12. Lögð fram drög að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til Hjallastefnunnar vegna leikskólans Laufásborgar. SFS2013050073
Samþykkt með 6 atkvæðum og vísað til borgarráðs, Líf Magneudóttir sat hjá.

13. Lagt fram veggspjald og dagskrá stóra leikskóladagsins sem haldinn verður 7. júní 2013 í Ráðhúsi Reykjavíkur og Tjarnarbíói. SFS2012100203

14. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli IRR12030268, uppkveðinn 21. maí 2013. SFS2011090156

15. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að sviðið vinni að gerð fræðslumyndbanda fyrir kennara um hvar mörkin eru í samskiptum barna og barna og fullorðinna, hvort við annað. Fræðslumyndbandið verði unnið í samstarfi við ráðgjafarteymi Brúarskóla.
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:45

Oddný Sturludóttir
Erna Ástþórsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Ragnar Hansson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir