Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Fræðsluráð

Ár 2004, 15. nóvember kl. 14:00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur aukafund á Fræðslumiðstöð og var þetta 220. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Katrín Jakobsdóttir, Heimir Jóhannesson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Gísli Helgason áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir fulltrúi SAMFOKs, Reynir Daníel Gunnarsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs, Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri og Guðmundur Þór Ásmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lagt var fram yfirlit um forföll og kennslu í grunnskólum Reykjavíkur að morgni mánudagsins 15. nóvember 2004. Fram kemur að um 15- 20#PR kennara voru mættir til kennslu.

Áheyrnafulltrúi SAMFOKs lagði fram eftirfarandi ályktun stjórnar SAMFOKs frá í morgun:
Stjórn SAMFOK lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun kennara í grunnskólum Reykjavíkur um að mæta ekki til vinnu í dag og með því virða nýsamþykkt lög og velferð grunnskólabarna að vettugi. Þrátt fyrir óánægju kennara með þróun samningsmála þeirra undanfarið er óásættanlegt að þeir virði ekki lög sem sett eru í landinu af réttkjörnum stjórnvöldum.
Stjórn SAMFOK harmar að grípa hefur þurft til þess neyðarúrræðis sem nýsamþykkt Lög um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum er.
Ljóst er að menntun og velferð barnanna hefur haft forgang þegar ákvörðun var tekin í málinu. Deiluaðilar hafa enn tækifæri til að semja áður en gerðardómur fellir úrskurð sinn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í samræmi við skyldu sveitarfélagsins og vegna þess ástands sem ríkir í grunnskólum Reykjavíkur í dag beinir fræðsluráð þeim tilmælum til skólastjórnenda að þeir leiti leiða til að tryggja að grunnskólar borgarinnar taki á móti nemendum frá og með morgundeginum og veiti grunnskólanemendum lögbundna þjónustu.
Samþykkt einróma.

Fundi frestað til kl 09:00 þriðjudaginn 16. nóvember.

Stefán Jón Hafstein

Katrín Jakobsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Heimir Jóhannesson Hanna Birna Kristjánsdóttir