No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Fræðsluráð
Ár 2004, 17. nóvember kl. 13:45, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð og var þetta 221. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Katrín Jakobsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Gísli Helgason áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir fulltrúi SAMFOKs, Þórður Kristjánsson frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Arthur Morthens forstöðumaður þjónustusviðs, Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Guðmundur Þór Ásmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram svar frá Fasteignastofu við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa SAMFOK frá 119. fundi ráðsins varðandi stöðu bygginga við Langholtsskóla (fskj. 221, 10.1).
2. Lagður fram listi yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Laugarnesskóla (fskj. 221, 9.1).
3. Lagðar fram tillögur starfshóps um breytingar á Skólasafnamiðstöð (fskj. 221, 3.1).
Samþykkt einróma að fela Fræðslumiðstöð að vinna að nánari útfærslu samkvæmt tillögu 1.
- Katrín Jakobsdóttir kom til fundar kl. 14:05
4. Lögð var fram stjórnsýsluúttekt á Námsflokkum Reykjavíkur (fskj 221, 7.1)
Anna Margrét Jóhannesdóttir frá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar kynnti úttektina.
5. Lagðar fram til kynningar tillögur starfshóps um innritunarreglur í grunnskóla (fskj. 221, 5.1).
Fræðsluráð felur starfshópnum að vinna tillögurnar nánar og leggja aftur fyrir fræðsluráð.
6. Sjöfn Kristjánsdóttir, forstöðumaður Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, fjallaði um útboð innkaupa vegna fræðslumála.
7. Lagt var fram minnisblað frá forstöðumanni þróunarsviðs um áætlaðan nemendafjölda í Norðlingaholti (fskj. 221, 4.1).
8. Lagt var fram minnisblað frá Laufeyju Ólafsdóttur tónlistarfulltrúa um landsmót skólahljómsveita sem haldið var í Grafarvogi 5. – 7. nóvember sl. (fskj. 221, 8.1) ásamt kynningarblaði mótsins (fskj. 221, 8.2).
- Katrín Jakobsdóttir vék af fundi kl 15:15
9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi fræðsluráðs 20. október sl. samþykkti ráðið samhljóma tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fá ítarlega kynningu og umræðu um væntanlegar stjórnkerfisbreytingar þegar á næsta fundi fræðsluráðs. Fulltrúar R-listans bókuðu auk þess að þeir tækju vel í að stjórnkerfisbreytingarnar yrðu kynntar og ræddar á næsta fundi ráðsins. Það er því með ólíkindum að sú kynning hafi ekki enn farið fram enda aðeins rúmur mánuður þar til áætlað er að nýtt menntamálaráð taki til starfa í stað fræðsluráðs og leikskólaráðs. Óskað er eftir skýringum á þessu og ítrekað að mikilvægt sé að svör liggi fyrir við spurningum eins og hvernig ráðin verða skipuð – þar sem ljóst er að fulltrúum mun fækka, hvernig verði með áheyrnarfulltrúa og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á starfsmenn þeirra stofnana sem koma til með að heyra undir nýtt menntamálaráð. Einnig er óskað eftir upplýsingum um kostnað við þessar breytingar.
Fundi slitið kl. 15:30
Stefán Jón Hafstein
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir