Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

LEIKSKÓLARÁÐ OG MENNTARÁÐ


Ár 2008, 10. desember var haldinn 47. fundur leikskólaráðs og 87. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í salnum að Fríkirkjuvegi 1 og hófst kl. 11.00. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður menntaráðs, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður leikskólaráðs, Anna Margrét Ólafsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Felix Bergsson, Hermann Valsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir og Stefán Benediktsson. Auk þeirra sátu fundinn Ásta Þorleifsdóttir og Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúar F-lista, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur, Ólöf Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar, Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Dr. Gerður G. Óskarsdóttir kynnti rannsókn sína á skilum leik- og grunnskóla.
Bókun leikskóla- og menntaráðs:
Mennta- og leikskólaráð þakka Gerði G. Óskarsdóttur fyrir fróðlegt og gagnlegt erindi um skil leik- og grunnskóla. Rannsóknarvinna hennar mun án efa koma að góðum notum við stefnumótun beggja skólastiga.

2. Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Lagt er til að gengið verði til samstarfs við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við menntavísindasvið Háskóla Íslands um framkvæmd starfenda-rannsóknar í þremur leikskólum og þremur grunnskólum í borginni. Markmið verkefnisins er að stuðla að tengslum leikskóla og grunnskóla, skapa samfellu milli skólastiganna, stuðla að sveigjanleika í skólakerfinu og móta grunn að námskrá fyrir þennan aldurshóp. Um er að ræða þriggja ára verkefni og er kostnaður áætlaður 1.250.000 á hvort svið á ári.
Greinargerð fylgir.

3. Lagt fram og samþykkt erindisbréf stýrihóps fyrir BRÚ, samráðsvettvang leikskóla- og menntaráðs. Fulltrúar leikskólaráðs og menntaráðs í stýrihópnum eru: Fanný Gunnarsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Oddný Sturludóttir. Fanný verður formaður hópsins.

4. Kór starfsmanna Leikskóla- og Menntasviðs söng undir stjórn Laufeyjar Ólafsdóttur, forstöðumanns tónlistarmála á Menntasviði.

5. Gunnar Hersveinn kynnti bók sína Orðspor – gildin í samfélaginu.
Bókun leikskóla- og menntaráðs:
Leikskóla- og menntaráð færa Gunnari Hersveini þakkir fyrir áhugavert og skemmtilegt erindi.

Fundi slitið kl. 13.00

Kjartan Magnússon Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Anna Margrét Ólafsdóttir Einar Örn Ævarsson
Fanný Gunnarsdóttir Felix Bergsson
Hermann Valsson Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir Stefán Benediktsson