No translated content text
Skóla- og frístundaráð
M E N N T A R Á Ð
Ár 2008, 12. nóv. var haldinn 85. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 11:12. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ásta Þorleifsdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOKs, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir. Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóv. sl. þar sem tilkynnt er að Sigrún Elsa Smáradóttir taki sæti Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur í menntaráði. Jafnframt lagt fram bréf frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, dags. 11. nóv. sl. þar sem tilkynnt er að á aðalfundi félagsins 7. nóv. sl. hafi Hreiðar Sigtryggsson verið kjörinn formaður félagsins og muni skipa sæti áheyrnarfulltrúa í menntaráði. Brynhildur Ólafsdóttir var kjörin varaformaður og verður varaáheyrnarfulltúi í ráðinu. Formaður bauð Sigrúnu og Hreiðar velkomin.
2. Lagt fram bréf fræðslustjóra dags. 6. nóv. sl. um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.
3. Fjárhagsáætlun Menntasviðs 2009. Fræðslustjóri og fjármálastjóri sviðsins kynntu vinnu við gerð hennar.
- Kl. 11.50 vék Lilja Dögg Alfreðsdóttir af fundi.
Áheyrnarfulltrúar SAMFOKs, Skólastjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavíkur óskuðu bókað:
Fulltrúar foreldra, kennara og skólastjóra í menntaráði Reykjavíkur leggja áherslu á að samráð allra aðila skólasamfélagsins verði haft að leiðarljósi þegar grunnskólarnir takast á við hagræðingarkröfur þær sem þeir standa frammi fyrir.
Fundi slitið kl. 12:35
Kjartan Magnússon
Anna Margrét Ólafsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Oddný Sturludóttir Sigríður Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir