Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2010, 5. maí kl. 14.00 var haldinn 78. fundur leikskólaráðs í Þingholti, fundarherbergi leikskólaráðs. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sat fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna í leikskólum og Friðgeir Ásgeirsson fulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.
Þetta gerðist:
Kynnt var staða menningarverkefnis Leikskólasviðs, Menntasviðs, ÍTR ,Menningar- og ferðamálasviðs sem verið hefur í samstarfi við Vinnumálastofnun, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir kynnti.
Kl. 14.15 tók Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
Kl. 14.30 tók Ragnar Sær Ragnarsson sæti á fundinum.
Kynnt var vinna starfshóps um mötuneytismál og niðurstöður könnunar á mataræði í leikskólum. Hildur Björk Svavarsdóttir frá tölfræði- og rannsóknaþjónustu Menntasviðs.
Kl. 14.45 tók Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
Lögð fram tillaga um sérhæfða leikskóla. Afgreiðslu frestað.
Lögð fram hugmynd að þjálfunarsetri Hjallastefnunnar. Afgreiðslu frestað.
Lagt fram svar borgarlögmanns vegna tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um systkinaforgang, frá 74. fundi ráðsins 24. febrúar sl.
Lögð fram svör við fyrirspurnum samtakanna Börnin okkar, frá 77. fundi ráðsins 21. apríl sl.
Lögð fram svör vegna tillagna frá samtökunum Börnin okkar, frá 77. fundi ráðsins 21. apríl sl.
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um hvernig leikskólabörn í Reykjavík skili sér í leikskóla í sínu heimahverfi, frá 77. fundi ráðsins 21. apríl sl.
Lagt fram minnisblað um verkefnið Kaffi Róló.
Innritun. Sagt frá hugsanlegum aðgerðum til að fjölga plássum í leikskólum og koma til móts við breyttar forsendur vegna útreiknaðs fjölda barna á leikskólaaldri.
Áheyrnarfulltrú leikskólastjóra lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra spyr hvort leikskólaráð hafi áform um að leggja niður stöður aðstoðarleikskólastjóra.
Fundi slitið kl. 16.10
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Oddný Sturludóttir
Einar Örn Ævarsson Marsibil Sæmundardóttir
Fanný Gunnarsdóttir Hermann Valsson