Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2010, 21. apríl kl. 14.00 var haldinn 77. fundur leikskólaráðs í Þingholti, fundarherbergi leikskólaráðs. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Ragnar Sær Ragnarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Zakaria Elías Anbari, Oddný Sturludóttir, Stefán Benediktsson og Hermann Valsson. Auk þeirra sat fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Friðgeir Ásgeirsson fulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Kolbrún Vigfúsdóttir og Ingunn Gísladóttir .
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað um starfs- og iðnnám.
2. Skipan fulltrúa leikskólaráðs í starfshóp um nafn á nýjan skóla í Úlfarsárdal, Oddný Sturludóttir skipuð.
3. Minnt á málþingið Vörður á lífsleið barna.
4. Lagt fram ársuppgjör 2009.Leikskólaráð óskaði bókað:
Leikskólaráð þakkar stjórnendum leikskóla sem og fjármálasviði og framkvæmdastjórn Leikskólasviðs fyrir afar mikla og árangursríka vinnu við áætlanagerð og uppgjör. Uppgjörið sýnir að starfsmenn og stjórnendur Leikskólasviðs og leikskóla borgarinnar hafa lagt á sig mikla vinnu og náð góðum árangri í erfiðri stöðu.
5. Kynning á lokaskýrslu verkefnisins Jafnrétti í skólum, Halldóra Gunnarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu kynnti.
- Kl. 14.25 tók Halldóra Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi sæti á fundinum.
6. Lagðar fram niðurstöður könnunar á raundvalartíma barna í leikskólum Reykjavíkurborgar. Hildur Björk Svavarsdóttir og Berglind Hansen frá tölfræði- og rannsóknaþjónustu kynntu.
7. Lagðir fram samningar við sjálfstætt starfandi skóla, með breytingum frá áður samþykktum samningum. Guðrún Sigtryggsdóttir og Ingunn Gísladóttir kynntu. Samþykktir samhljóða. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.
8. Tillögur og fyrirspurnir. Fulltrúi samtakanna Börnin okkar, lagði fram svohljóðandi tillögur:
a) Leikskólaráð samþykki að fela sviðsstjóra að leggja til við Borgarstjórn að reglur verði settar um hversu mörg börn mega vera í umsjón hvers starfsmanns, bæði inni á leikskólum og á útisvæðum.Við viljum koma því á framfæri að á þessu ári hafa athugasemdir borist til okkar frá foreldrum um tilfelli þar sem fáir og jafnvel einn starfsmaður hafi verið að sinna stórum hópum af börnum. Einnig má benda á að afleysingahlutfall starfsmanna hefur verið skorið niður.
b) Leikskólaráð samþykki að starfsmenn leikskóla sæki námskeið í fyrstuhjálp (endurlífgunar og skyndihjálparnámskeið) og þeirri þekkingu verði haldið við með ábyrgum hætti (t.d. á tveggja ára fresti). Benda má á að Kópavogsbær hefur gert samning við Forvarnahúsið um að sinna þessu fyrir þeirra hönd. Börnin Okkar telur að Reykjavíkurborg ætti í engu að vera eftirbátur annara sveitarfélaga þegar kemur að öryggi leikskólabarna.
Fulltrúi samtakanna Börnin okkar, lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
a) Óskað er eftir frekari niðurstöðum úr könnun Leikskólasviðs á brunaæfingum á leikskólum. Er þetta í fyrsta sinn sem að Leikskólasvið hefur kannað þætti sem varða eldvarnir á leikskólum síðan að könnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var birt í maí 2009?
b) Samkvæmt reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, með vísan í viðbót nr. 607/2005 1. grein, mega þeir einir framkvæma aðalskoðun sem hlotið hafa faggildingu til þess eftir 1. janúar 2006. Hver sinnir þessu að hálfu Reykjavíkurborgar og hversu oft? Óskað er eftir afriti af eftirlitsskýrslum eftirlitsaðila.
c) Hefur Leikskólasvið óskað eftir upplýsingum um árlega slysatíðni barna á leikskólum frá heilbrigðisstofnunum? Ef svo er, óskum við eftir að fá afrit að skýrslu fyrir árið 2009. (Þessari spurningu var svarað af Hermanni (VG) á þá leið að erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar um þetta frá Landlækni og að líklegast væru þessar upplýsingar helst að finna hjá leikskólunum sjálfum).
d) Hver er staðan á vinnu nefndar sem var falið það verkefni að ákvarða lágmarks fjölda fermetra á hvert barn á leikskólum. Eru húsgögn og sameiginlega vinnurými meðtalin í þeirri tölu? Óskað er eftir að fulltrúi Barnanna Okkar fái sæti í þessari nefnd.
Fulltrúar samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir yfirliti um hvernig leikskólabörn í Reykjavík skili sér í leikskóla í sínu heimahverfi. Horft verði til þjónustuhverfanna sex í því sambandi.
Fundi slitið kl. 15.15
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Oddný Sturludóttir
Zakaria Elías Anbari Stefán Benediktsson
Fanný Gunnarsdóttir Hermann Valsson