Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2010, 7. apríl kl. 14.00 var haldinn 76. fundur leikskólaráðs í Þingholti, fundarherbergi leikskólaráðs. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Ragnar Sær Ragnarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Oddný Sturludóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sat fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir varafulltrúi starfsmanna í leikskólum, Friðgeir Ásgeirsson fulltrúi samtakanna Börnin okkar og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir fulltrúi F-lista. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

Lagt fram minnisblað um starfs- og iðnnám.

Nýtt upplýsingakerfi Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, sem tekið verður í notkun í byrjun maí, kynnt af Einari Þórðarsyni.
Leikskólaráð óskaði bókað:
Leikskólaráð þakkar fyrir alla þá vinnu sem unnin hefur verið í nýju leikskólakerfi undanfarin 2 ár. Það eru vissulega tímamót að foreldrar geti skráð börnin sín rafrænt í leikskóla, í gegnum Rafræna Reykjavík, auk þess sem viðmót leikskólastjóra einfaldast til muna. Á einum stað geta foreldrar sótt um ólíka þjónustu sem er í boði fyrir börn á þessum aldri, hafa val um 5 leikskóla, nálgast upplýsingar eða breytt þeim rafrænt og fyllt inn t.d. upplýsingar um móðurmál, matarræði eða sækja um sérkennslu. Að auki mun þetta nýja umhverfi sýna foreldrum greiðsluseðla sína rafrænt sem eru sundurliðaðir m.t.t. fjölda tíma, matarkostnaðar og framlags Reykjavíkurborgar til þjónustunnar. Tækifærin eru að auki fjölmörg, til dæmis er auðvelt að ná til foreldra rafrænt m.a. til að rannsaka þjónustu og gæði.

Lögð fram skýrslan Umönnun ungra barna í Reykjavík:Hluti II: Rannsókn RBF fyrir Leikskólasvið Reykjavíkurborgar. Guðný Eydal frá RBF kynnti helstu niðurstöður.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Leikskólaráð þakkar Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd fyrir faglega rannsókn á því hvernig reykvískir foreldrar haga umönnun barna sinna frá því að fæðingarorlofi sleppir, ástæðum fyrir ólíku vali foreldra á þjónustu fyrir börn sín og hvernig foreldrar nýta og upplifa tímabundna þjónustutryggingu. Hafa ber í huga að þýðið náði ekki út fyrir þann hóp foreldra sem á þessu tímabili september 2008 til mars 2009 fór inn á Rafræna Reykjavík til að sækja um leikskólapláss og/eða þjónustutryggingu.
Þessi rannsókn er sú fyrsta á Íslandi sem skoðar vandlega ánægju foreldra með þjónustutryggingar (umönnunargreiðslur). Rannsóknin upplýsir að 86,4#PR foreldra (159) sem þáðu þjónustutryggingu væru ánægð eða mjög ánægð með hvernig þjónustutrygging hefði mætt þörfum þeirra. Tæplega 90#PR allra þátttakenda í rannsókninni töldu þjónustutryggingu vera valkost sem ætti að vera áfram í boði hjá Reykjavíkurborg, 88#PR töldu að þjónustutrygging auðveldi foreldrum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistar og tæplega 73#PR að hún yki líkur á að einhver nákominn fjölskyldunni annist barnið.
Rannsóknin skoðaði sérstaklega vegna mikillar umræðu áhrif þjónustutryggingar á atvinnuþátttöku foreldra. Í ljós kom að meirihluti foreldra taldi að þjónustutrygging yki möguleika foreldra á að samþætta umönnun barns og atvinnuþátttöku, rúmlega 70#PR voru sammála því að þjónustutrygging yki möguleika mæðra á samþættingu borið saman við tæplega 60#PR sem töldu það eiga við um feður. Rúmlega 30#PR svarenda töldu líklegt að tilkoma þjónustutryggingar yki jafnrétti kynja á vinnumarkaði en tæplega 20#PR töldu líklegt að hún drægi úr jafnrétti kynja á vinnumarkaði.
Fulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað:
Eins og fulltrúar Samfylkingarinnar bentu á þegar heimgreiðslum var komið á er afar mikilvægt að meta hverju sinni hvaða áhrif slíkar greiðslur hafa á tilveru fjölskyldna í borginni. Enn eru fulltrúar Samfylkingarinnar á þeirri skoðun að fjármagni Leikskólasviðs eigi að forgangsraða í kröftuga uppbyggingu leikskóla í Reykjavík enda nefna 76#PR foreldra þá ástæðu fyrir notkun heimgreiðslna að leikskólavist og dagforeldrapláss hafi ekki verið í boði. Í ljós kemur að mæður nýta sér þennan valkost í mun meira mæli og rímar það við reynslu erlendis frá og hefur verið talið bakslag í jafnréttisbaráttu.

Lögð fram drög að sumarbréfi leikskólaráðs. Samþykkt með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

Lögð fram gögn vegna ráðningar í skólastjórastöðu í Úlfarsárdal.
Leikskólaráð óskaði bókað:
Leikskólaráð lýsir yfir ánægju með ráðningu skólastjóra við skóla í Úlfarsárdal og óskar Hildi Jóhannesdóttur velfarnaðar í starfi.

6. Ársuppgjör Leikskólasviðs 2009.
Frestað.

7. Lagt fram yfirlit yfir stöðu markmiða í starfsáætlun 2009.

Fundi slitið kl. 16.10

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Oddný Sturludóttir
Einar Örn Ævarsson Marsibil Sæmundardóttir
Fanný Gunnarsdóttir Hermann Valsson