Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2010, 17. mars kl. 10:00 var haldinn 75. fundur leikskólaráðs í Þingholti, fundarherbergi leikskólaráðs. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Ragnar Sær Ragnarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Zakaria Elías Anbari, Oddný Sturludóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sat fundinn Sigrún Sigurðardóttir varafulltrúi leikskólastjóra, Anna Helga Sigfúsdóttir varafulltrúi starfsmanna í leikskólum og Friðgeir Ásgeirsson fulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

1. Breyting á skipan fulltrúa í leikskólaráði.
Leikskólaráð þakkar Ragnari Sæ Ragnarssyni sérstaklega fyrir öflugt starf sem formaður leikskólaráðs frá hausti 2009.

2. Kynning frá leikskólanum Jöklaborg á Comeniusar-verkefninu Indoor out – Outside In og Bókin mín. Anna Bára Pétursdóttir og Elín Árnadóttir frá leikskólanum Jöklaborg.

Kl. 10:20 mætti Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir á fundinn.

3. Kynning frá Mannréttindaskrifstofu. Lið frestað til loka fundar.

4. Lagðir fram, samningar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Samþykktir með fyrirvara um minniháttar orðalagsbreytingar. VG sátu hjá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:

Nú liggja fyrir tveir ólíkir grunnsamningar, annars vegar við sjálfstætt starfandi ungbarnaleikskóla og hins vegar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Samtals eru samningarnir vegna 19 skóla við 17 rekstraraðila. Leikskólaráð fagnar því að búið sé að einfalda og skýra verulega samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík og þakkar sviðinu sérstaklega þá miklu vinnu sem nú er að baki til að ná þessu markmiði og því góða samráði sem hefur leitt okkur að þessum samningum. Forsenda þeirrar vinnu sem nú hefur farið fram á Leikskólasviði er að fé fylgi barni og nú leiki enginn vafi á því að leikskólabarn fær sömu upphæðir með sér óháð því hvaða rekstrarform foreldrar velja. Þetta hefur þau áhrif að hvort sem Reykjavíkurborg hagræðir eða eykur framlag sitt breytast niðurgreiðslur með börnum í sjálfstætt starfandi leikskólum. Tekið er mið af nýjum lögum um leikskóla sem kveða á um hlutfall fagmenntaðra starfsmanna og sama aðgengi að sérkennslufjármagni er tryggt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:

Starfsfólki Leikskólasviðs er þakkað fyrir mikla vinnu við að samræma þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi leikskóla. Mikilvægt er að náið samráð hafi verið haft við samtök sjálfstæðra skóla og að eðlilegur aðlögunartími verði gefinn fyrir þá leikskóla sem þurfa tíma til að ná markmiðum samninganna. Samningarnir hafa frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar þróast í jafnræðisátt og nú loks er því markmiði náð að þeir séu samræmdir. Það er jákvætt að framlögin virki sem hvati fyrir mannauð skólanna að sækja sér menntun á sviðum uppeldismála. Samfylkingin samþykkir samningana fyrir sitt leyti enda er jafnræðis gætt og framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla fylgja öðrum leikskólum. Sjónarmið Samfylkingarinnar hafa verið eftirfarandi:
1) að skólagjöld fylgi skólagjöldum í borgarreknum leikskólum og telur að að því skuli stefnt að þau verði jafnhá.
2) Að leikskólinn sé án aðgreiningar, óháð rekstrarformi
3) Að skólar séu í húsnæði á vegum sveitarfélaganna eftir því sem kostur er, til að tryggja öryggi leikskólabarna og trygga þjónustu.
Mikilvægt er að:
1) leikskólaráð geri þær kröfur til allra leikskóla í Reykjavík að þeir sýni ítrustu ábyrgð í rekstri og fagmennsku í leikskólastarfi.
2) leikskólaráð verði uppplýst með reglulegum hætti hvernig sjálfstætt starfandi leikskólum vegnar að framfylgja ákvæðum samningsins.
3) leikskólaráð gæti að því þegar reglur um leikskólaþjónustu fyrir sjálfstætt starfandi leikskóla verða mótaðar gildi það sama fyrir öll börn í borginni, bæði varðandi aðgang að innritun, dvalartíma og kostnað vegna þjónustunnar.


5. Lögð fram til samþykktar, endurskoðun á reglum um forgang í leikskóla. Samþykkt.

6. Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu um fyrirhugaða úttekt á leikskólanum Sólborg.

7. Lagt fram minnisblað með upplýsingum um fjölda dagforeldra og barna hjá dagforeldrum í Reykjavík.

8. Lagt fram minnisblað um Vestnorrænt samstarf.

Kl.11:20 vék Marsibil Sæmundardóttir af fundi.

9. Lagt fram minnisblað um ráðstefnuna Þar sem gerast sögur og ævintýr, sem haldin var 6. febrúar 2010.

10. Staða verkefnisins starfs- og iðnnám í leikskólum kynnt. Frestað.

11. Lögð fram skýrsla Innkaupaskrifstofu, yfirlit yfir viðskipti Leikskólasviðs Rvk. des. 2009.

12. Breyting á skipan fulltrúa í starfshópi um þekkingarheimsóknir kynnt.

13. Minnt á fræðslumorgunn 18. mars, Raddir barna – kynning á rannsóknum, á vegum RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna og Leikskólasviðs.

14. Yfirlit yfir fundi leikskólaráðs fram á vor lagt fram.

15. Hvatningarverðlaun, nýr starfshópur, Hermann Valsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir.

16. Kynning Mannréttindaskrifstofu á úttekt á viðbragðsáætlunum borgarstofnana vegna eineltis og tillögur til úrbóta. Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir kynntu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:

Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka starfsfólki mannréttindaskrifstofu fyrir vel unna úttekt á aðgengi að viðbragðsáætlunum borgarinnar gegn einelti. Sú vinna fór af stað í kjölfar tillögu flutnings Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Í ljós kemur að leikskólar eru almennt ekki með upplýsingar um einelti á vefsíðum sínum. Mikilvægt er að Leikskólasvið hefji vinnu við að móta áætlanir og taka þátt í baráttunni gegn einelti með grunnskólum og starfsstöðvum ÍTR.


Fundi slitið kl. 12:10

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Oddný Sturludóttir
Zakaria Elías Anbari Hermann Valsson
Fanný Gunnarsdóttir