Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2010, 24. febrúar kl. 14:00 var haldinn 74. fundur leikskólaráðs í Þingholti, fundarherbergi leikskólaráðs. Fundinn sátu: Ragnar Sær Ragnarsson formaður, Zakaria Elías Anbari, Oddný Sturludóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Sigríður Kristinsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna í leikskólum og Friðgeir Ásgeirsson fulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Auður Jónsdóttir og Kristín Egilsdóttir. Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

1. Ársskýrsla Náttúruskólans kynnt.

Lögð fram svohljóðandi bókun frá leikskólaráði:

Helenu Ólafsdóttur var þakkað fyrir góða kynningu og mikilvægt framlag í þágu umhverfismenntar í leikskólum. Leikskólaráð hvatti til þess að fulltrúar þeirra sviða sem tengjast Náttúruskólanum, verði upplýstir um þau tækifæri sem eru í boði hjá skólanum.

Kl. 14:10 mættu Þórey Vilhjálmsdóttir og Einar Örn Ævarsson á fundinn.
Kl. 14:18 mætti Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir á fundinn.

2. Kynning á Barnamenningarhátíð sem haldin verður í apríl, í samstarfi sviða Reykjavíkurborgar.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Barnanna okkar, um brunavarnir í leikskólum.

4. Lagt fram svar við fyrirspurn Barnanna okkar um hagræðingu í leikskólum.

5. Lögð fram erindi til leikskólaráðs frá samráði leikskólastjóra og kennurum í Sunnuborg og samþykkt að sviðsstjóri svari erindunum.

6. Lagðar fram niðurstöður hverfafunda sem haldnir voru í október og nóvember 2009, frá Skipulags- og byggingasviði.

7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna, um biðlista og leikskólagjöld.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, um færslu innritunar leikskólabarna fram yfir sumarleyfi starfsfólks.

Kl. 15:45 véku Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir af fundi.

9. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, um systkinaforgang samþykkt.

10. Vinna starfshóps um starfsumhverfi leikskóla, kynnt.

11. Vakin athygli á fundi í Brú, vettvangi um skólamál sem haldinn verður 3. mars nk.

12. Vakin athygli á Menntaþingi sem haldið verður 5. mars nk.

Ragnari Sæ Ragnarssyni þakkað fyrir gott samstarf sem formaður ráðsins í tímabundinni afleysingu.

Fundi slitið kl. 16:00

Ragnar Sær Ragnarsson
Einar Örn Ævarsson Oddný Sturludóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Zakaria Elías Anbari Sigríður Kristinsdóttir