Skóla- og frístundaráð
Menntaráð
Ár 2008, 31. mars kl. 12:00 var haldinn 73. fundur menntaráðs í Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Fundinn sátu Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Ásta Þorleifsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Oddný Sturludóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Anna Margrét Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks, Sigrún Ólafsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur, Jónína Emilsdóttir, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Bergþóra Valsdóttir áheyrnarfulltrúi SAMFOKs. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Valgerður Janusdóttir, Jón Ingi Einarsson og Auður Árný Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Hvassaleitisskóli skoðaður undir leiðsögn Péturs Orra Þórðarsonar skólastjóra og Þórunnar Kristinsdóttur aðstoðarskólastjóra. Þá kynntu þau stefnu Hvassaleitisskóla um greinabundna kennslu og greinabundið nám og svöruðu fyrirspurnum þar að lútandi.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar skólastjórnendum Hvassaleitisskóla fyrir góðar móttökur í skólanum og fróðlega kynningu á greinabundnu námi og kennslu. Greinabundið nám og kennsla tekur mið af fjölbreyttum kennsluháttum, samvinnu nemenda og einstaklingsmiðuðu námi og fellur því afar vel að stefnumótun menntaráðs um nám við hæfi hvers og eins.
2. Lögð fram Skýrsla starfshóps um sérfræðiþjónustu skóla, dags. janúar ´08. Verkefnisstjóri á grunnskólaskrifstofu kynnti helstu niðurstöður.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar Hrund Logadóttur og starfshópi um sérfræðiþjónustu skóla greinargóða skýrslu og metnaðarfullar tillögur til úrbóta.
Í skýrslunni kemur fram að sérfræðiþjónustan verði staðsett áfram á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, auk þess sem lagt er til að færa vinnu sérfræðinga í meira mæli inn í skólastofuna á vettvang kennara og nemenda auk þess sem gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir sérfræðiþjónustu innan skólanna. Þá kemur fram mikilvægi þess að fá fleiri fagstéttir til starfa inn á þjónustumiðstöðvarnar s.s. fleiri kennsluráðgjafa, talmeinafræðinga, þroska- og iðjuþjálfa. Enn fremur kemur fram í skýrslunni að sérfræðiþjónustan þarf í auknum mæli að styðja skólana við að móta og þróa eigin úrræði innan sinna veggja.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Fræðslustjóranum í Reykjavík verði falið að efla og auka veg kennslufræðilegrar ráðgjafar til grunnskóla Reykjavíkur og skýra og kynna ráðgjafarhlutverk sérskóla og sérdeilda. Fræðslustjóra verði falið að finna leiðir í samvinnu við þjónustumiðstöðvar borgarinnar til að sérfræðiþjónusta grunnskóla verði í samræmi við stefnumótun menntaráðs og starfsáætlun Menntasviðs. Þá taki fræðslustjóri mið af tillögum starfshóps um sérfræðiþjónustu skóla þegar þjónustusamningar Menntasviðs og Velferðarsviðs verða endurnýjaðir.
Enn fremur verði fræðslustjóra falið að standa fyrir ítarlegri greiningu á þörfum einstakra hverfa og skóla fyrir sérfræðiþjónustu í samvinnu við þjónustumiðstöðvar, út frá ýmsum þáttum, ekki síst félagslegum.
Greinargerð fylgir.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir að fela fræðslustjóra að mynda starfshóp sem hefur það hlutverk að útfæra tillögur um hvernig flutningur barna milli leik- og grunnskóla geti orðið sem ánægjulegastur og árangursríkastur fyrir börn með fatlanir og sérþarfir. Starfshópurinn gæti safnað saman hugmyndum og verkefnum sem nú þegar eru í gangi í Reykjavík og í öðrum sveitafélögum. Nauðsynlegt er að starfshópurinn verði skipaður starfsmönnum af Leikskólasviði sem og Menntasviði. Tillögurnar verði kynntar fulltrúum menntaráðs.
Greinargerð fylgir.
3. Þróunarstyrkir og samstarfssamningar menntaráðs 2008.
Lögð fram tillaga um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki til þróunarverkefna í grunnskólum Reykjavíkur:
Skóli: Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Tillaga
Austurbæjarskóli Pétur Hafþór Jónsson Fjölmenningarleg vorhátíð Austurbæjarskóla 250.000
Álftamýrarskóli Brynhildur Ólafsdóttir Ég í nýjum skóla. Stuðningur og aðlögun erlendra barna og foreldra þeirra að skólastarfi í Álftamýrarskóla 1.250.000
Álftamýrarskóli Kristín Axelsdóttir Heimasíða námsvers 250.000
Álftamýrarskóli Sesselja Traustadóttir Hjólum og verum klár í umferðinni 200.000
Álftamýrarskóli Þórunn Traustadóttir Notkun Blackboard í skólastarfi 1.250.000
Álftanesskóli Pálína Jónsdóttir Völva - drama hinnar fullkomnu áttundar. Verkið er gagnvirkt margmiðlunardrama sem byggir á Völuspá Hafnað
Ártúnsskóli Guðrún Þórðardóttir Engin heilsa án geðheilsu, allir hafa geðheilsu 700.000
Ártúnsskóli Kristín Unnsteinsdóttir Áhrif sandleiks og sögugerðar á sjálfsmynd, líðan og þroska barna sem hafa slaka sjálfsmynd, eiga við námsörðugleika og/eða tilfinningalegan vanda að etja 500.000
Berghildur Erla Bernharðsdóttir Listin að lifa Hafnað
Breiðholtsskóli Ásta Lárusdóttir Markviss notkun fjölþátta lesskilningsaðferða 1.250.000
Engjaskóli Ingibjörg Hannesdóttir Sértæk aðstaða til kennslu í ljósmyndun og myndbandagerð 300.000
Fellaskóli Björn Th. Árnason Músíkalskt par Hafnað
Fellaskóli Kristín Jóhannesdóttir Foreldranámskeið fyrir erlenda foreldra 300.000
Grandaskóli Ólöf Erlingsdóttir Lesið í skóginn 300.000
Háteigsskóli / Kennaraháskóli Íslands Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Þorkelsdóttir SNÍGL, Skapandi nám í gegnum leiklist 800.000
Háteigsskóli Rannveig Þorkelsdóttir Myndræn leiklist; samþætting myndlistar og leiklistar 250.000
Langholtsskóli Vilhelmína Þ. Þorvarðardóttir Útikennsla í túnfætinum 500.000
Laugalækjarskóli Ólafur Örn Pálmarsson Þróun vinnubragða fyrir verklegar efnafræðitilraunir 400.000
Laugarnesskóli Sigríður Erna Þorgeirsdóttir Stöðvavinna í Laugarnesskóla 250.000
Myndlistaskólinn í Reykjavík Þorbjörg Þorvaldsdóttir Listbúðir í Myndlistaskóla 1.500.000
Námsgagnastofnun Eiríkur Grímsson Foreldrar A - Ö Hafnað
Norðlingaskóli Ágúst Ólason Leikglaðir Norðlingar á leið um lífið eða Leikum og lærum í Norðlingaholti 500.000
Norðlingaskóli Sif Vígþórsdóttir Smiðjur í Norðlingaskóla (samþætt nám í list-verk-nátt-sam í 5. - 10. bekk) 1.250.000
Rimaskóli Helgi Árnason Eggja-, steina- og plöntusafn, gjöf til Rimaskóla Hafnað
Rimaskóli Helgi Árnason Vísindadagur Rimaskóla 2008 350.000
Rimaskóli Helgi Árnason Kokkakeppni Rimaskóla og í framhaldi Kokkakeppni Grunnskóla Reykjavíkur 600.000
Selásskóli Þorkell Daníel Jónsson Þekktu umhverfi þitt - Umhverfismennt í Selásskóla 1.250.000
Seljaskóli Kristín G. Friðbjörnsdóttir Tengjum huga og hönd í eðlis- og efnafræðinámi grunnskólanema 1.100.000
Stefán S. Stefánsson Tölvan - Þarfasti þjónninn? Hafnað
Sæmundarskóli Aðalbjörg Ólafsdóttir Útikennsla og heilbrigði í Sæmundarskóla 650.000
Sæmundarskóli Hólmfríður Kristjánsdóttir og Kristjana Pálsdóttir Einstaklingsmiðað nám - þróun þrepaskiptra námssvæða 250.000
Sæmundarskóli Óttarr Guðlaugsson Við byggjum upp gott skólasamfélag í Sæmundarskóla Hafnað
Vanda Hellsing Fylgni milli heilsu barna og loftgæða í grunnskólum Reykjavíkur Hafnað
Víkurskóli - samstarfsverkefni Víkurskóla og leikskólans Hamra Hrund Hlöðversdóttir
- framhaldsumsókn - Einstaklingsmiðuð skólabyrjun 500.000
Öskjuhlíðarskóli Ólafur Beinteinn Ólafsson Lesum saman af hjartans list (geisladiskur fylgir) 750.000
17.450.000
Móðurskólar:
Ingunnarskóli / Norðlingaskóli Eygló Friðriksdóttir / Þóranna Rósa Ólafsdóttir Móðurskólar í uppbyggingu einstaklingsmiðaðs námsmats. Samstarfsverkefni Ingunnar- og Norðlingaskóla - 3. ár 1.350.000
1.350.000
Þjónustusamningar:
Stóra upplestrarkeppnin 500.000
500.000
19.300.000
Samþykkt.
Lögð fram tillaga um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki til þróunarverkefna í tónlistarskólum Reykjavíkur:
Skóli Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Tillaga
Allegro Suzuki-tónlistarskóli Gyða Þ. Halldórsdóttir Suzuki-kennsla ungra barna (0-3 ára) 500.000
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson Íslensk sönglög fyrir nemendur blásturshljóðfæra 800.000
Lárus Halldór Grímsson Nýsköpun fyrir tónlistarnemendur í skólahljómsveitum 800.000
Píanóskóli Þorsteins Gauta Hljóðfærakennsla í Vogaskóla Hafnað
Skólahljómsveit Austurbæjar Vilborg Jónsdóttir Dýralög í flutningi blásara 800.000
Sophie Marie Schoojans, forskólakennari Notkun Kantele í forskólakennslu í grunnskólum Vesturbæjar 500.000
Söngskóli Sigurðar Demetz Guðbjörg Sigurjónsdóttir Óperukynning fyrir grunnskóla 250.000
Tónlistarskóli Árbæjar Stefán S. Stefánsson Samstarf Tónlistarskóla Árbæjar og Norðlingaskóla um tónlistarkennslu Hafnað
Tónlistarskóli FÍH Björn Th. Árnason Músíkalskt par Hafnað
Tónlistarskóli FÍH Björn Th. Árnason Tónfang Hafnað
Tónlistarskóli FÍH Pétur Grétarsson og Björn Th. Árnason Samleikur um þjóðlög (DVD-diskur fylgir) Hafnað
Tónlistarskóli FÍH Úlfar Ingi Haraldsson og Björn Th. Árnason Handbók um spunatónlist 750.000
Tónskóli Björgvins Þ. Valdimarssonar Björgvin Þ. Valdimarsson Söngur og hljóðfæraleikur - Samvinnuverkefni milli grunnskóla (Hamraskóla) og tónlistarskóla (Tónskóla Björgvins) 800.000
Tónskóli Hörpunnar Svanhvít Sigurðardóttir Kennslubók í blokkflautuleik fyrir 5-8 ára börn Hafnað
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Sigursveinn Magnússon Sungið og dansað. Samvinna Tónskóla Sigursveins og 9 leikskóla í Reykjavík Hafnað
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Sigursveinn Magnússon Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og hljómsveitarnámskeið 440.000
Tónskólinn DoReMi Vilberg Viggósson, skólastjóri Dúettabók með íslenskum lögum fyrir píanó 750.000
Vadim Fedorov Kennslubók í harmonikuleik fyrir byrjendur 750.000
7.140.000
Samþykkt.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar allar umsóknir sem bárust um styrki til verkefna úr þróunarsjóði grunn- og tónlistarskóla. Fjöldi áhugaverðra og fjölbreyttra umsókna endurspeglar það metnaðarfulla starf sem unnið er í menntun barna í borginni. Þá þakkar menntaráð úthlutunarnefnd vel unnið starf.
4. Tillaga áheyrnarfulltrúa SAMFOKs, skv. 4. lið fundar menntaráðs frá 10. mars sl. lögð fram að nýju. Að fengnum upplýsingum frá fræðslustjóra leggur fulltrúi SAMFOKs tillöguna fram svo breytta:
Tvisvar á ári verði yfirlit yfir stöðu verkefna í Starfsáætlun Menntasviðs gerð aðgengileg á heimasíðu Menntasviðs.
Samþykkt.
5. Samningagerð við tónlistarskóla. Forstöðumaður tónlistarmála og Ingi B. Poulsen, lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað um samningagerð við tónlistarskóla frá forstöðumanni tónlistarmála, sem gerði grein fyrir málinu.
Frestað.
6. Lögð fram fundargerð BRÚAR frá 27. febrúar 2008.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknar óskuðu bókað:
Brú, samráðsvettvangi mennta- og leikskólaráðs um skólamál, var ætlað að vera vettvangur fyrir opna og lifandi umræðu um skólamál. Sérstaklega þau mál sem snerta bæði skólastigin en hætt er við því að tengsl milli skólastiganna rofni nú þegar málefni þeirra eru ekki til umræðu í sama fagráði. Í samþykktum um Brú er kveðið á um að Brúin sé undanfari ákvarðana og tillagna í mennta- og leikskólaráði. Á síðasta Brúarfundi spunnust skemmtilegar umræður sem rakið er til úrvinnslu í tillöguformi fyrir bæði ráðin. Fulltrúar meirihlutans sáu sér ekki fært að vera viðstaddir umræðurnar og því leggja fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu, byggða á umræðum úr Brúnni, þann 27. febrúar síðastliðinn.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fræðslustjóra verði falið að koma þeim sjónarmiðum áleiðis á reglubundnum samráðsfundi Menntasviðs og stjórnenda KHÍ að afar mikilvægt er að auka veg og efla fræðslu í bekkjarstjórnun og kennslu nemenda með krefjandi hegðun. Kennaranemar hafa lengi lýst þeim áhyggjum sínum að þeir séu ekki nægilega vel í stakk búnir til að takast á við krefjandi hegðun nemenda, stjórn á bekkjardeildum og því hvernig bæta megi skólabrag.
Frestað.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista óskuðu bókað:
Brú er vettvangur mennta- og leikskólaráðs fyrir faglega umræðu og vandaðan undirbúning mála sem til umræðu eru í ráðunum. Því miður var einungis einn fulltrúi minnihlutans viðstaddur umræðu fundarins 27. febrúar sl.. Það er miður og lýsir litlum áhuga hans á vettvangi sem hann kom þó sjálfur á fyrir aðeins nokkrum vikum. Ljóst má vera að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sem harðast gagnrýndu stofnun sjálfstæðs leikskólaráðs hafa með aðgerðum sínum eða öllu heldur aðgerðaleysi í 100 daga meirihlutanum samþykkt að sjálfstæð ráð fyrir leik- og grunnskóla séu til að styrkja bæði skólastigin.
Vinnuhópur á vegum Menntasviðs hefur þegar skilaði greinargerð til Fræðslustjórans í Reykjavík sem fjallar um hegðunarvanda í grunnskólum borgarinnar. Niðurstöður hópsins voru m.a. að bekkjarstjórnun ætti að vera skyldunám kennaranema. Þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri við KHÍ.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknar óskuðu bókað:
Öllum er frjálst að taka bókun minnihlutans til sín. Hins vegar er það sjálfsögð virðing við skólastarf að þeir sem valdið hafa láti sjá sig á þeim fundum sem sérstaklega eru ætlaðir til samtals fagfólks og fræðsluyfirvalda.
7. Lögð fram ályktun frá leikskólastjórum hjá Reykjavíkurborg vegna samþykktar leikskólaráðs og menntaráðs um skil milli leik- og grunnskóla, dags. 4. mars 2008. Þar lýsa leikskólastjórar í borginni sig andvíga þeirri samþykkt menntaráðs og leikskólaráðs að koma á fimm ára bekkjum í grunnskólum borgarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista óskuðu bókað:
Meirihluti menntaráðs telur að með því að bjóða fimm ára börnum upp á fjölbreyttara námsframboð sé verið að auka sveigjanleika, val og fjölbreytni í menntun yngstu barnanna. Þroskastig fimm ára barna er mjög mismunandi og því nauðsynlegt að geta boðið námsúrræði sem henta þörfum hvers og eins, enda er það í samræmi við hugmyndafræðina um einstaklingsmiðað nám.
Þá munu fjölbreyttari námleiðir fyrir fimm ára nemendur geta stuðlað að auknu samstarfi leik- og grunnskólakennara.
Sviðsstjóra Leikskólasviðs og Fræðslustjóra hefur verið falið að kanna möguleika á sveigjanlegum skólaskilum leik- og grunnskóla. Niðurstaða starfshóps mun verða kynnt fyrir menntaráði þegar starfshópur hefur lokið vinnu sinni.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, áheyrnarfulltrúar Framsóknarflokks og Kennarafélags Reykjavíkur óskuðu bókað:
Fulltrúarnir taka undir ályktun leikskólastjóra hjá Reykjavíkurborg, sem lýsa sig andvíga stofnun fimm ára bekkja við grunnskóla borgarinnar. Ennfremur er ítrekað að blásið verði sem fyrst til fundar í samráðsvettvangi um skólamál, Brú, þar sem málefni fimm ára bekkja og sveigjanleg skólaskil verði til umræðu – eins og stóð til að gera í meirihlutatíð Tjarnarkvartettsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista óskuðu bókað:
Leik- og grunnskólaráð samþykktu að kanna möguleika á því að koma á fót fimm ára deildum næstkomandi haust. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur ekki enn fyrir og því telja fulltrúar meirihlutans í menntaráði óheppilegt að álykta svo eindregið gegn því sem embættismönnum hefur verið falið að kanna á faglegan hátt.
8. Tímamót í barnafræðslu á Íslandi.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
100 ár eru liðin frá lagasetningu um barnafræðslu á Íslandi. Menntaráð vill fagna þessum tímamótum með viðeigandi hætti. Fræðslustjóranum í Reykjavík er falið að gera tillögu til ráðsins varðandi þetta ásamt áætlun um kostnað.
Í þessu sambandi er bent á það myndefni sem myndver Menntasviðs Reykjavíkur, sem er til húsa í Hvassaleitisskóla, hefur að geyma. Safnið er ómetanleg heimild um starf kennarans og skólastarf í Reykjavík og á Marteinn Sigurgeirsson þakkir skildar fyrir sitt ötula starf og varðveislu heimilda. Menntaráð lýsir yfir vilja sínum til að þessar heimildir um skólastarf Reykjavíkur verði gerðar aðgengilegar.
9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa F-lista frá 26. nóv. sl. um stöðu öryggisbúnaðar og rýmingaráætlana grunnskóla borgarinnar með tilliti til náttúruvár, bruna og annarra atburða.
Umræðu frestað.
10. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 13. febrúar sl. með upplýsingum til kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar um fundi og fundarsetur.
Fundi slitið kl. 17:10
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ásta Þorleifsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Katrín Helga Hallgrímsdóttir Oddný Sturludóttir
Helga Björg Ragnarsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir