Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2010, 20. janúar kl. 14.00 var haldinn 72. fundur leikskólaráðs í leikskólanum Bakka, Bakkastöðum 77. Fundinn sátu: Ragnar Sær Ragnarsson formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Oddný Sturludóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna í leikskólum og Friðgeir Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

Formaður bauð Friðgeir Ásgeirsson nýjan áheyrnarfulltrúa fyrir samtökin Börnin okkar, velkominn á sinn fyrsta leikskólaráðsfund.

1. Kynning frá leikskólanum Bakka.
Bókun frá leikskólaráði:
Leikskólaráð þakkar leikskólastjóra og starfsfólki leikskólans Bakka fyrir góðar móttökur og áhugaverða kynningu á starfinu í leikskólanum og þá sérstaklega á verkefni barnanna á Bakka sem kallast „Fjörulallar“. Það er skemmtilegt og lærdómsríkt að fá tækifæri til að kynna sér verkefnið og þá vinnu sem því fylgir.

- Kl. 14.40 mætti Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir á fundinn.

2. Árleg tannverndarvika.
Bókun frá leikskólaráði:
Leikskólaráð felur sviðsstjóra að vekja athygli leikskólastjóra á tannverndarviku sem haldin veður í fyrstu viku febrúar.

3. Tillaga um skólahald í Úlfarsárdal, lögð fram og samþykkt með nokkrum ábendingum sem fara hér á eftir:
Bókun leikskólaráðs.
Leikskólaráð fagnar þeirri hugmynd sem fram er komin með skólahald í Úlfarsárdal og þeirri hugmyndafræði sem þar er höfð að leiðarljósi. Leikskólaráð leggur áherslu á að haft verði strax samband við þau stéttarfélög þeirra starfsstétta sem koma til með að vinna í skólanum. Einnig horfir leikskólaráð til bókunar 5 og að hún verði höfð til viðmiðunar þegar kemur að starfi grunnskólakennara. Leikskólaráð hlakkar til að fá tækifæri til að fylgjast með þessu nýja fyrirkomulagi skólastarfi meðal leik- og grunnskólabarna í Reykjavík.

4. Starfshópur um samrekstur leikskóla og grunnskóla á Kjalarnesi. Samþykkt menntaráðs frá 13. janúar sl. við tillögu leikskólaráðs frá 16. desember 2009, kynnt.

5. Nokkur skref í stefnu og starfsáætlun Leikskólasviðs 2010, deildarstjóri leikskólaskrifstofu kynnti.

6. Erindisbréf um starfshóp um reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leikskóla og grunnskóla, lagt fram. Samþykkt.

7. Erindisbréf um starfshóp um undirbúning foreldraviku í leikskólum, lagt fram. Samþykkt.

8. Athygli vakin á ráðstefnunni „Þar sem gerast sögur og ævintýr“ sem Leikskólasvið stendur fyrir 6. febrúar. Sama dag er „Dagur leikskólans“ haldinn hátíðlegur og leikskólakennarar fagna 60 ára afmæli félagsins.

9. Fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri grænna:
Vegna fregna af talsverðri fjölgun fæðinga 2009 er spurt. Geta leikskólar Reykjavíkur tekið við áætlaðri fjölgun? Hver eru þau úrræði sem gripið verður til?
10. Fyrirspurnir frá fulltrúa samtakanna Börnin okkar:
Hvernig er staðið að eldvörnum hjá leikskólum Reykjavíkurborgar? Einnig óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið er að brunavarnararæfingu, hvort til séu viðbragðsáætlanir og hvort til séu rýmingaráætlanir fyrir alla leikskólana.
Hvernig dreifist niðurskurður til leikskóla? Óskað er eftir yfirliti eða greinargerð um hvernig niðurskurðurinn skiptist niður á einstaka leikskóla og rekstrarliði.

Fundi slitið kl. 16.45

Ragnar Sær Ragnarsson
Hermann Valsson Fanný Gunnarsdóttir
Oddný Sturludóttir Einar Örn Ævarsson
Marsibil Sæmundardóttir