No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Menntaráð
Ár 2008, 25. febrúar kl. 13:00 var haldinn 70. fundur menntaráðs í fundarherbergi ráðsins á Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Ásta Þorleifsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Oddný Sturludóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks, Sigrún Ólafsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur, Óskar Einarsson áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Bergþóra Valsdóttir áheyrnarfulltrúi SAMFOKs. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri, Hildur Sigurðardóttir, Auður Árný Stefánsdóttir og Jón Ingi Einarsson.
Fundargerð ritaði Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað um mat á skólastarfi þar sem fjallað er um a) Umbótaáætlanir og stöðu sjálfsmats skóla, b) Stuðning við sjálfsmat skóla og c) Heildarmat á skólastarfi. Verkefnastjóri á skrifstofu fræðslustjóra kynnti málið. Lögð var fram og kynnt samantekt um umbótaáætlanir grunnskólanna og kynnt form á stuðningi skrifstofu Menntasviðs við sjálfsmat skóla. Jafnframt var lagður fram ferill heildarmats á skólastarfi og kynntar niðurstöður á því mati sem er lokið.
Bókun menntaráðs:
Í byrjun árs 2007 var skipaður starfshópur til að undirbúa heildarmat í skólastarfi. Markmið matsins er að efla skólastarf í borginni og veita yfirsýn yfir sterka og veika þætti í framkvæmd menntastefnu borgarinnar. Matinu er ætlað að aðstoða skóla í ljósi eigin sjálfsmats til að styrkja innviði skólans. Tilraun var gerð í einum skóla vorið 2007 og síðan hófst kerfisbundið heildarmat haustið á eftir. Þetta er gríðarlega mikilvægt starf. Nú liggja fyrir niðurstöður heildarmats fyrir fjóra skóla og lofa þær mjög góðu. Á þessu skólaári hafa þrír skólar verið í matsferli. Menntaráð fagnar þeirri góðu vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið og þakkar fyrir vandaða kynningu Birnu Sigurjónsdóttur verkefnastjóra. Ráðið felur fræðslustjóra að móta vinnu á menntasviði til þess að tryggja áframhaldandi leiðsögn og skilvirka eftirfylgni umbótaáætlana.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Guðrún Ásmundsdóttir og áheyrnarfulltrúi Framsóknar óskuðu bókað:
Fulltrúarnir fagna því með hvaða hætti er unnið að heildarmati á skólastarfi á menntasviði. Starfsfólk sviðsins á hrós skilið fyrir fagleg vinnubrögð í þeirri vinnu. Mikilvægt er að tryggja sviðinu fjármagn til að fylgja matinu eftir til að það góða starf sem nú er unnið skili sér í faglegra skólastarfi. Í því samhengi er sérstaklega mikilvægt að styðja duglega við kennsluráðgjöf í grunnskólunum.
2. Lögð fram greinargerð Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna niðurstöðu áhættumats á sérkennslupotti menntasviðs. Anna Margrét Jóhannesdóttir, sérfræðingur Innri endurskoðunar kynnti niðurstöðurnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F–lista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð felur fræðslustjóra að vinna tillögur til úrbóta varðandi úthlutun fjármagns úr sérkennslupotti menntasviðs Reykjavíkur til fatlaðra nemenda og nemenda með félagslegar-, tilfinningarlegar- og hegðunarraskanir. Tillögur að úrbótum skulu taka mið af niðurstöðu áhættumats sem framkvæmt var af Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Fræðslustjóra er falið að kynna menntaráði þær umbætur sem lagðar verða til.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Guðrún Ásmundsdóttir og áheyrnarfulltrúi Framsóknar óskuðu bókað:
Við fögnum ítarlegri greinargerð Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar með niðurstöðum áhættumats sérkennslupotts menntasviðs. Í greinargerðinni koma fram margvíslegar tillögur til úrbóta á þessu sviði sem fulltrúar minnihlutans telja brýnt að framfylgja. Tilgreina skal sérstaklega þá þætti er varðar málsmeðferð og úthlutunarlíkan. Auk þess er ljóst af þessari greinargerð að þörf er á auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að því að skilgreina þjónustustigið og gæði þjónustunnar. Fulltrúar minnihlutans hvetja meirihluta borgarstjórnar til að hefja þegar í stað endurskoðun tekjuskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga samanber 5. grein greinargerðarinnar sem og að þrýsta á um að málefni fatlaðra flytjist alfarið frá ríki til sveitarfélaganna.
- Kl. 16.10 vék Helga Björg Ragnarsdóttir af fundi.
3. Lagt fram minnisblað um aðgerðir í starfsmannamálum, skv. samþykkt borgarráðs frá 7. feb. sl., þar sem er gerð grein fyrir útfærslu aðgerðanna hjá starfsfólki grunnskóla Reykjavíkur.
Áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur og Skólastjórafélags Reykjavíkur óskuðu bókað:
Áheyrnarfulltrúar fagna þeirri viðleitni borgaryfirvalda að koma til móts við starfsmenn sína í grunnskólum Reykjavíkur með eingreiðslum nú á vormánuðum. Þessar greiðslur eru til komnar vegna þess álags sem skapast hefur í skólum borgarinnar vegna manneklu. Það er von KFR og SR að komandi kjarasamningar verði samningsaðilum til sóma og leiði til þess að kennarar komi sáttir og ánægðir til starfa í skólum borgarinnar á ný.
4. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Menntasviðs 2009-2011.
Umfjöllun frestað til næsta fundar menntaráðs.
5. Lagt fram minnisblað um Músíkalskt par í Fellaskóla.
Umfjöllun festað.
6. Lagt fram að nýju yfirlit yfir stöðu verkefna í Starfsáætlun Menntasviðs 2007 sem frestað var á fundi ráðsins 11. febrúar sl.
Umfjöllun frestað.
7. Endurskipan í starfshóp um tónmennta- og listfræðslu í grunnskólum Reykjavíkur. Frestað til næsta fundar menntaráðs.
Fundi slitið kl. 16:20
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ásta Þorleifsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Katrín Helga Hallgrímsdóttir Oddný Sturludóttir
Guðrún Ásmundsdóttir