Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2018, 9. maí, var haldinn 138. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík, kl. 11.03. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Marta Guðjónsdóttir (D), Sabine Leskopf (S) og Þórlaug Ágústsdóttir (Þ). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Jóna Björg Sætran (B); Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar í leikskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva, Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum og Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Elísabet Helga Pálmadóttir, Eygló Traustadóttir, Kristján Gunnarsson, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Guðrún Sigtryggsdóttir ritar fundargerð.

Þetta gerðist:

Jón Ingi Gíslason er boðinn velkominn á sinn fyrsta fund í skóla- og frístundaráði.

1.    Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 28. febrúar 2018, um tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um endurbætur á einkunnakerfi í grunnskólum. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. maí 2018, varðandi tillöguna. SFS2018030006

Lögð fram svohljóðandi tillaga Ebbu Kristínar Yngvadóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:

 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að skipuleggja fræðslu fyrir kennara, nemendur, foreldra og yfirstjórnendur um ABC-kerfið eigi síðar en fyrir skólaárið 2018 og að textalýsing verði gerð fyrir B+ og C+ og að einkunnakvarðinn verði endurskoðaður. Lagt er jafnframt til að sýnispróf og verkefni verði gerð til að leiðbeina kennurum hvernig skuli búa til hæfnimiðuð verkefni.

Greinargerð fylgir. 

-    Kl. 11.14 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

-    Kl. 11.25 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela skóla- og frístundasviði í samstarfi við Menntamálastofnun, SAMFOK og eftir atvikum aðra aðila að skipuleggja fræðslu fyrir kennara, nemendur, foreldra og yfirstjórnendur um ABC-kerfið á skólaárinu 2018-2019 og að textalýsing verið gerð fyrir B+ og C+ og að einkunnakvarðinn verði endurskoðaður. Lagt er jafnframt til að sýnispróf og verkefni verði gerð til að leiðbeina kennurum hvernig skuli búa til hæfnimiðuð verkefni.

Samþykkt með fimm atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur skorar á menntamálaráðherra að breyta kerfi einkunnagjafar við brautskráningu úr grunnskóla. Meginmarkmið breytinganna verði að gera einkunnagjöf auðskiljanlega og gagnsæja fyrir nemendur, foreldra og kennara. Sérstaklega verði horft til þess hvort unnt sé að taka að nýju upp kerfi þar sem einkunnagjöf byggist á arabískum tölustöfum. 

Greinargerð fylgir.

Frestað.

Ebba Kristín Yngvadóttir, Elínborg Una Einarsdóttir, Nanna Kristín Christiansen og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 28. febrúar 2018, um tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um samspil íslenskukennslu og aðstoðar við heimanám fyrir börn og foreldra af erlendum uppruna. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. maí 2018, varðandi tillöguna. SFS2018030005

Lögð fram svohljóðandi tillaga Elínborgar Unu Einarsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:

 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að standa fyrir átaki fyrir fjölskyldur af erlendu bergi brotnar þar sem fram fari á sama tíma tungumálakennsla fyrir foreldra og heimanámsaðstoð fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára. Lagt er til að ungmenni sem standa námslega vel að vígi taki að sér að aðstoða í þessu átaki gegn því að fá vinnuna metna til eininga eða sem val í grunnskóla.

Greinargerð fylgir. 

Samþykkt.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata þakka ungmennaráðum Grafarvogs og Breiðholts fyrir afar vandaðar og mikilvægar tillögur um annars vegar aukna fræðslu um nýtt einkunnakerfi í grunnskólum og hins vegar samspil íslenskukennslu og aðstoðar við heimanám fyrir börn og foreldra af erlendum uppruna. Það er fátt sem hefur jafn mikil og varanlegt áhrif fyrir börn með annað móðurmál en íslensku sá stuðningur sem er veittur á jafningjagrundvelli, út frá raunverulegum þörfum þeirra. Næstu skref verða að vinna kostnaðarmat og innleiðingaráætlun en vandlega þarf að meta hvers konar stuðning – bæði fjárhagslegan og faglegan - þarf til að innleiðingin verði árangursrík.

Ebba Kristín Yngvadóttir, Elínborg Una Einarsdóttir, Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 3. maí 2018, um að vísa drögum að menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 í umsagnarferli. Jafnframt lögð fram drög að menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. SFS2017010019

-    Kl. 13.02 víkur Eva Einarsdóttir af fundi og Diljá Ámundadóttir tekur þar sæti.

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva fagna þeirri vinnu sem að unnin hefur verið í tengslum við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar. Frístundastarf gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi og menntun barna í Reykjavík. Þátttaka á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum er menntun þar sem unnið er með mjög mikilvæga þætti sem menntastefnan fangar vel og ánægjulegt er að nú eigi að vinna víðtækar með hugtakið menntun með börnum og unglingum í Reykjavík.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur áherslu á mikilvægi þess að kennarar og aðrir starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundar sem eiga að vinna með nýju menntastefnuna fái greinargóða kynningu á því formi sem menntastefnan er í áður en þeir fara í sumarleyfi nú í júní. 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030 liggur nú fyrir í drögum og verður send í kynningu og víðtækt umsagnarferli til allra þeirra sem hlutverki gegna í skólasamfélagi borgarinnar en þeir sömu aðilar eiga mestan heiður af þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram: kennarar, skólastjórnendur, annað starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva, foreldrar og síðast en ekki síst börn og unglingar í skólum og frístundastarfi – þau sem menntastefnan á fyrst og fremst að þjóna. Menntastefnan kemur til endanlegrar afgreiðslu í haust en mjög mikilvægt er að tryggt hefur verið fjármagn, 260 milljónir sem úthlutað verður til allra leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í haust og á næsta ári til að innleiða menntastefnuna í samræmi við eigin áherslur og forgangsröðun.

4.    Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 4. maí 2018, um aukningu í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. SFS2018050104

5.    Lögð fram innleiðingar- og kostnaðaráætlun vegna tillagna fagumhverfishópa leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs, auk þess skýrsla starfshóps um bætt starfsumhverfi fagfólks á vettvangi frístundamiðstöðva/frístundastarfs í Reykjavík, dags. í apríl 2018, skýrsla starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík, dags. í febrúar 2018 og skýrsla starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara, dags. í desember 2017. SFS2016100041

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva þakkar ráðinu fyrir góða vinnu í tengslum við að bæta starfsumhverfi starfsmanna í frístundamiðstöðvum. Ánægjulegt er að sjá metnaðarfulla innleiðingaráætlun þar sem brugðist er við brýnustu þáttum í þá átt að bæta fagumhverfi fyrir bæði börn og starfsmenn. Starfsmenn binda miklar vonir við að gengið verði rösklega til verks þannig að ávinningurinn verði sýnilegur og leiði til þess að fleiri fagmenn fáist til starfa. Mikilvægt er að huga að því varðandi fjölgun fagmenntaðra starfsmanna að það sé gert í takt við fjölda barna þannig að aukning starfsmanna verði þannig úr garði gerð að fjöldi barna sé hafður til hliðsjónar við aukningu stöðugilda á hverjum starfsstað.

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. maí 2018, um húsnæði Brúarsels, þátttökubekkjar Brúarskóla: 

Lagt er til að þátttökubekkur Brúarskóla, Brúarsel verði fluttur í lausar kennslustofur sem staðsettar eru á lóð Ingunnarskóla. Bekkurinn verði jafnframt stækkaður í 8 til 9 nemendur. 

Greinargerð fylgir. SFS2018050082

Samþykkt og vísað til borgarráðs.

-    Kl. 14.30 víkja Magnús Þór Jónsson og Guðrún Kaldal af fundinum.

-    Kl. 14.40 víkur Þórlaug Ágústsdóttir af fundinum og Arnaldur Sigurðarson tekur þar sæti.

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem á fundi borgarráðs þann 14. desember 2017 var samþykkt að vísa til meðferðar skóla- og frístundaráðs, auk þess lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. maí 2018, um tillöguna:

Borgarstjórn samþykkir að leita eftir formlegu samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög til að bjóða upp á tómstundir og íþróttaæfingar á starfstíma leikskólanna til að hægt verði að komast hjá þjónustuskerðingu. Slíkt samstarf hefði auk þess í för með sér að börnin fái að kynnast jákvæðu og uppbyggilegu tómstundastarfi strax á leikskólaaldri. Skóla- og frístundasviði verði falið að útfæra þessar hugmyndir í samstarfi við íþrótta- og tómstundasvið.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata: 

Skóla- og frístundráð samþykkir að fela skóla- og frístundasviði að leita eftir formlegu samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög til að bjóða upp á tómstundir og íþróttaæfingar á starfstíma leikskóla. Slíkt samstarf hefði í för með sér að börnin fái að kynnast jákvæðu og uppbyggilegu tómstundastarfi strax á leikskólaaldri. Skóla- og frístundasviði verði falið að útfæra þessar hugmyndir í samstarfi við íþrótta- og tómstundasvið. 

Samþykkt. SFS2017120126

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Pírata, auk þess lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. maí 2018; bréf Waldorfskólans Sólstafa, dags. 16. apríl 2018; þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs við Waldorfskólann Sólstafi, dags. 20. október 2015 og viðaukar við þjónustusamning skóla- og frístundasviðs við Waldorfskólann Sólstafi, dags. 24. febrúar 2017 og 11. september 2017:

Lagt er til að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til Waldorfskólans Sólstafa verði breytt með þeim hætti að miðað verði við að hámarksfjöldi reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna geti orðið 80 í stað 67 frá upphafi skólaárs 2018 – 2019. Sviðsstjóra er falið að gera viðauka við núverandi samning aðila, dags. 20. október 2015, þar sem kveðið er á um fjölgun reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna um 13 reykvíska nemendur. Breyting taki gildi frá og með skólaárinu 2018 – 2019.

Greinargerð fylgir. SFS2018050083

Samþykkt og vísað til borgarráðs með sex atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

9.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. maí 2018, um drög að samningi vegna neðri stiga tónlistarnáms við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, drög að þjónustusamningi við Tónmenntaskóla Reykjavíkur vegna neðri stiga tónlistarnáms, bréf skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólans í Reykjavík, dags. 19. mars 2018 og þjónustusamningur við Tónmenntaskóla Reykjavíkur vegna neðri stiga tónlistarnáms, dags. 28. september 2017. SFS2018050097

Drög að þjónustusamningi við Tónmenntaskóla Reykjavíkur vegna neðri stiga tónlistarnáms samþykkt og vísað til borgarráðs.

10.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. maí 2018, um samninga við Myndlistaskólann í Reykjavík, drög að samningum skóla- og frístundasviðs við Myndlistaskólann í Reykjavík, bréf borgarstjórans í Reykjavík,. dags. 1. mars 2018, um breyttan samstarfssamning milli Reykjavíkurborgar og Myndlistaskólans í Reykjavík og ársskýrsla Myndlistaskólans í Reykjavík 2017. SFS2018030040

Drög að samningum skóla- og frístundasviðs við Myndlistaskólann í Reykjavík samþykkt og vísað til borgarráðs.

11.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. maí 2018, um endurnýjun samstarfssamnings skóla- og frístundasviðs við SAMFOK, drög að samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs og SAMFOK og samstarfssamningur skóla- og frístundasviðs og SAMFOK, dags. 20. desember 2013. SFS2017090286

Drög að samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs og SAMFOK samþykkt og vísað til borgarráðs.

Birgitta H. Hassenstein víkur af fundi undir þessum lið.

12.    Lögð fram ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur, dags. 3. maí 2018, um kennaraskort og kjarasamninga. SFS2018050086 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn hafa allt kjörtímabilið lagt sig fram um að tala máli kennara og vinna að bættum kjörum þeirra. Miðað hefur í rétta átt því laun grunnskólakennara hafa hækkað meira en laun annarra háskólamenntaðra hjá borginni og talsvert umfram almennar launahækkanir í samfélaginu. Enn er þó verk að vinna við að bæta kjörin enn frekar og munum við áfram vinna að því í góðu samstarfi við nýja forystu kennara. Samhliða þarf að stíga fleiri skref í að bæta starfsumhverfi kennara og efla samstarfið við ríkið og háskólana um að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Mikilvægt er að fram komi skýrt að fulltrúar borgarinnar í samninganefnd sveitarfélaganna hafa ekki hafnað neinum kröfum nýrrar kennaraforystu en vænta góðs af samstarfi við hana um bætta stöðu kennara.

13.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. maí 2018, um sumarstörf í leikskólum Reykjavíkurborgar 2018. SFS2018030076

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er fagnaðarefni að margítrekaðar tillögur okkar sjálfstæðismanna, um að 8. bekkingum gefist kostur á að fá sumarstörf við Vinnuskóla Reykjavíkur á nýjan leik, komi til framkvæmda í sumar. Þessum aldurshópi hefur ekki staðið slík störf til boða frá árinu 2011 og verður það að teljast furðulegt að stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur ekki séð sér fært að bjóða þessum aldurshópi vinnu allan þennan tíma meðan minni sveitarfélögin í kringum okkur hafa getað það.

14.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð.

a)     Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 27. apríl 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð, trúnaðarmál.

b)     Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð, trúnaðarmál

c)     Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð.

d)     Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Fimm umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Bergstein Þór Jónsson leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð frá og með 1. júní 2018. SFS2018040147

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð færir nýráðnum leikskólastjóra leikskólans Steinahlíðar Bergsteini Þór Jónssyni hamingjuóskir með starfið. Ráðið óskar fráfarandi leikskólastjóra Steinunni Jónsdóttur velfarnaðar.

15.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Vinagerði.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 27. apríl 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Vinagerði, trúnaðarmál.

b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Vinagerði, trúnaðarmál

c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Vinagerði.

d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Þrjár umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Hörpu Ingvadóttur leikskólastjóra við leikskólann Vinagerði frá og með 15. maí 2018. SFS2018040148

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð færir nýráðnum leikskólastjóra leikskólans Vinagerðis Hörpu Ingvadóttur hamingjuóskir með starfið. Ráðið óskar fráfarandi leikskólastjóra Dagrúnu Ársælsdóttur velfarnaðar.

16.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 27. apríl 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg, trúnaðarmál.

b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg, trúnaðarmál

c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg.

d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Fjórar umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Ingibjörgu Brynjarsdóttur leikskólastjóra við leikskólann Furuskóg frá og með 1. júní 2018. SFS2018040149

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð færir nýráðnum leikskólastjóra leikskólans Furuskógar Ingibjörgu Brynjarsdóttur hamingjuóskir með starfið. Ráðið óskar fráfarandi leikskólastjóra Sigrúnu Björgu Ingþórsdóttur velfarnaðar.

17.    Lagðar fram til kynningar upplýsingar varðandi ráðningu í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Sæborg.

a)    Greinargerð skóla- og frístundasviðs, dags. 27. apríl 2018, vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Sæborg, trúnaðarmál.

b)    Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Sæborg, trúnaðarmál

c)    Auglýsing um stöðu leikskólastjóra við leikskólann Sæborg.

d)    Viðmið vegna ráðninga skólastjóra leikskóla og grunnskóla í Reykjavík.

Þrjár umsóknir bárust um stöðuna og er ákvörðun sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ráða Ástu Kristínu Svavarsdóttur leikskólastjóra við leikskólann Sæborg frá og með 1. júlí 2018. SFS2018040150

Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundaráð færir nýráðnum leikskólastjóra leikskólans Sæborgar Ástu Kristínu Svavarsdóttur hamingjuóskir með starfið. Ráðið óskar fráfarandi leikskólastjóra Soffíu Þorsteinsdóttur velfarnaðar.

18.    Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2018, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata frá 137. fundi skóla- og frístundaráðs, varðandi tillögur sem hafa verið lagðar fram á kjörtímabilinu. SFS2018040145

19.    Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 7. maí 2018, um embættisafgreiðslu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eitt mál. SFS2016080100

20.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir áliti lögfræðings skóla- og frístundasviðs á því hvort farið hafi verið að reglum um ferðir borgarfulltrúa þegar ákveðið var að fulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráði ferðaðist til Ameríku á vegum sviðsins. Hver var kostnaðurinn vegna umræddrar ferðar og hvar var kostnaðurinn færður? SFS2018050017

-    Kl. 15.38 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

21.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hver er meðalaldur barna við innritun á leikskóla? Hversu margir starfsmenn hafa sagt upp störfum í leikskólum borgarinnar nú í maímánuði og sl. tvo mánuði? SFS2018030116

Fundi slitið kl. 15:50

Skúli Helgason

Arnaldur Sigurðarson    Diljá Ámundadóttir

Hermann Valsson    Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf