Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2018, 25. apríl, var haldinn 137. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í Hlöðunni við Gufunesbæ í Reykjavík, kl. 11.12. Fundinn sátu Skúli Helgason (S) formaður, Eva Einarsdóttir (Æ), Hermann Valsson (V), Kjartan Magnússon (D), Þorkell Heiðarsson (S), Þórlaug Ágústsdóttir (Þ) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Jóna Björg Sætran (B); Birgitta Bára Hassenstein, foreldrar barna í grunnskólum; Guðrún Kaldal, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva, Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórhildur Löve, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Elín Norðmann, Elísabet Helga Pálmadóttir, Jóhanna Marteinsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, auk þess lögð fram skýrsla starfshóps um bætt starfsumhverfi fagfólks á vettvangi frístundamiðstöðva/frístundastarfs í Reykjavík, dags. í apríl 2018:

Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að vinna áætlun um innleiðingu tillagna úr skýrslu starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi fagfólks í frístundaþjónustu. Áætlunin feli í sér kostnaðarmat og áfangaskiptingu og verði lögð fram á fundi skóla- og frístundaráðs 9. maí 2018.

Samþykkt. SFS2017060230

-    Kl. 11.27 tekur Kristján Gunnarsson sæti á fundinum.

-    Kl. 12.15 tekur Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Starfshópi um nýliðun og bætt starfsumhverfi fagfólks í frístundaþjónustu er þakkað fyrir afar vandaða skýrslu og tillögugerð um hvernig megi bæta starfsaðstæður í þessum mikilvæga geira. Skýrslan dregur fram hve aðsókn að frístundastarfinu hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og í sumum árgöngum margfaldast á fáum árum. Mikilvægt er að skjóta styrkari stoðum undir frístundastarfið með fjölgun fagfólks, bættum aðbúnaði starfsfólks almennt og umbótum á vinnuumhverfi þess í takt við bætta þjónustu við börn og ungmenni í borginni. Næsta skref er að kostnaðarmeta tillögurnar, raða þeim í forgang og ákveða í hvaða áföngum þær koma til framkvæmda. Sú vinna fer strax af stað og á að vera tilbúin fyrir næsta fund ráðsins, 9. maí. 

Áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnafulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva þakkar fyrir góða kynningu á skýrslu starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi fagfólks í frístundaþjónustu í Reykjavík. Framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva fagna því að skóla- og frístundaráð hafi sett af stað vinnu sem stuðlar að því að bæta starfsumhverfi starfsmanna í frístundamiðstöðvum. Í skýrslunni koma fram mikið af tillögum sem að mikilvægt er að bregðast við og setja í farveg til að bæta starfsumhverfi starfsmanna og uppeldisumhverfi barna og unglinga. Miklar væntingar eru hjá starfsfólki um að tillögurnar fái þann stuðning og vilja frá borgaryfirvöldum sem þarf til að tryggja að þær komist í framkvæmd. Má þar meðal annars nefna tillögur er snúa að því að fjölga fagmenntuðum í fullu starfi, bæta launakjör í takt við ábyrgð, bæta húsnæði og aðbúnað, skýra upp verklag varðandi samskipti við grunnskóla og auka svigrúm til fagstarfs.

Guðlaug Gísladóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ, kynning á starfsemi og verkefnum þekkingarstöðvarinnar. SFS2018040141

Atli Steinn Árnason og Hafsteinn Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

-    Kl. 12.35 tekur Magnús Þór Jónsson sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Við þökkum starfsmönnum Gufunesbæjar kærlega fyrir góða og áhugaverða kynningu. Útinám og útikennsla er afar mikilvægt innlegg í skólastarfið og mikilvægt er að styrkja það enn frekar. Innan borgarinnar eru fjölmörg svæði sem bjóða upp á útinám og óhefðbundna kennslu utan skólastofunnar. Má þar nefna Gufunesið, Elliðaárdal, Siglunes og Húsdýragarðinn. Mikilvægt er að auðvelda leik- og grunnskólum sem og frístund að nýta sér þessi svæði og aðstöðuna sem þau bjóða upp á og yfirvinna þær hindranir sem standa í vegi fyrir jöfnu aðgengi barna og ungmenna, ekki síst varðandi samgöngur. 

3.    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. apríl 2018, um úthlutun þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs 2018. SFS2018010185 

Tillaga úthlutunarnefnda þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins 2018:

1)    Umsækjandi: Árbæjarskóli. Heiti verkefnis: Heilstætt nám í hlutverki – Landnámið. Kr. 500.000.

2)    Umsækjandi: Árbæjarskóli og Fylkir. Heiti verkefnis: Samstarfsverkefni Fylkis og Árbæjarskóla um heilbrigðan lífstíl. Kr. 400.000

3)    Umsækjandi: Árbæjarskóli. Heiti verkefnis: Lagasmíðar og upptökulistar. Kr. 600.000

4)    Umsækjandi: Breiðagerðisskóli. Heiti verkefnis: Ný nálgun í stærðfræðikennslu - Zankov aðferðin. Kr. 1.348.000.

5)    Umsækjandi: Brúarskóli. Heiti verkefnis: Samstarfsverkefni Brúarskóla unglingadeildar og Ekki gefast upp. Kr. 1.000.000.

6)    Umsækjandi: Dalskóli. Heiti verkefnis: Skapandi stærðfræði. Kr. 500.000.

7)    Umsækjandi: Fellaskóli. Heiti verkefnis: Forritunarfell - stafrænir kennsluhættir með áherslu á forritun. Kr. 1.675.000.

8)    Umsækjandi: Fellaskóli. Heiti verkefnis: DAM lífsleiknikennsla. Félags- og tilfinningafærni fyrir grunnskólanemendur. Kr. 1.650.000

9)    Umsækjandi: Foldaskóli. Heiti verkefnis: Samstarfsverkefni milli íslenskra og kanadískra unglinga. Kr. 500.000

10)    Umsækjandi: Foldaskóli. Heiti verkefnis: Vinaliðaverkefni. Kr. 101.000

11)    Umsækjandi: Grandaskóli. Heiti verkefnis: Fjaran, fjallið og skógurinn. Kr. 600.000

12)    Umsækjandi: Háteigsskóli. Heiti verkefnis: Vinaliðaverkefni. Kr. 200.000.

13)    Umsækjandi: Hólabrekkuskóli. Heiti verkefnis: Slammarar; valdefling nemenda. Nemendur í forsvari fyrir bættri líðan samnemenda. Kr. 540.000

14)    Umsækjandi: Hólabrekkuskóli. Heiti verkefnis: Snillismiðjan í Hólabrekkuskóla - efling 21. aldar hæfni. Kr. 1.750.000

15)    Umsækjandi: Ingunnarskóli. Heiti verkefnis: Nemendalýðræði og sterk sjálfsmynd nemenda í Ingunnarskóla. Kr. 1.000.000.

16)    Umsækjandi: Ingunnarskóli. Heiti verkefnis: Heilbrigði og vellíðan nemenda og starfsfólks Ingunnarskóla. Kr. 1.750.000.

17)    Umsækjandi: Klébergsskóli. Heiti verkefnis: Lærum saman í heimabyggð. Kr. 763.000.

18)    Umsækjandi: Langholtsskóli. Heiti verkefnis: Hundur í skóla - aukin vellíðan. Kr. 150.000.

19)    Umsækjandi: Langholtsskóli. Heiti verkefnis: Smiðjan, skapandi skólastarf 2017 – 2019. Kr. 1.750.000

20)    Umsækjandi: Sæmundarskóli. Heiti verkefnis: Sterkir, góðir krakkar í Sæmundarskóla. Kr. 1.800.000

21)    Umsækjandi: Vættaskóli. Heiti verkefnis: Jákvæð samskipti, betri líðan, meiri árangur. Kr. 1.000.000.

22)    Umsækjandi: Ölduselsskóli. Heiti verkefnis: Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga. Kr. 800.000.

23)    Umsækjandi: Drafnarsteinn. Heiti verkefnis: Bók verður til. Kr. 600.000.

24)    Umsækjandi: HÍ og 8 leikskólar. Heiti verkefnis: Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag. Kr. 6.000.000

25)    Umsækjandi: Rauðhóll. Heiti verkefnis: Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar. Kr. 4.000.000.

26)    Umsækjandi: Ársel – Holtið. Heiti verkefnis: Miðstigið rokkar. Kr. 500.000

27)    Umsækjandi: Ársel – Tían. Heiti verkefnis: Að læra og leika. Kr. 500.000

28)    Umsækjandi: Ársel – Tían. Heiti verkefnis: Velkomin - fjölmenningarlegt frístundastarf. Kr. 600.000

29)    Umsækjandi: Frostheimar – Draumaland. Heiti verkefnis: Flogið úr hreiðrinu - lokaferð 4. bekkjar. Kr. 500.000

30)    Umsækjandi: Hofið. Heiti verkefnis: Hofið í Hjólakraft. Kr. 120.000.

31)    Umsækjandi: Kringlumýri – Dalheimar. Heiti verkefnis: Kvikmyndaútgáfa Dalheima. Kr. 700.000

32)    Umsækjandi: Miðberg. Heiti verkefnis: Allir geta eitthvað. Kr. 350.000

33)    Umsækjandi: Miðberg. Heiti verkefnis: Hugarró – barnajóga. Kr. 250.000

34)    Umsækjandi: Miðberg. Heiti verkefnis: Vináttuteppi – textílmennt. Kr. 170.000

35)    Umsækjandi: Skólahljómsveit Austurbæjar. Heiti verkefnis: Karnival. Kr. 1.100.000

36)    Umsækjandi: Skólahljómsveit Grafarvogs. Heiti verkefnis: Smart Music fyrir alla. Kr. 470.000

37)    Umsækjandi: Tjörnin - 100og1. Heiti verkefnis: Ég er mikilvæg. Kr. 150.000

38)    Umsækjandi: Tjörnin – Eldflaugin. Heiti verkefnis: Við erum frábær - við erum fær. Kr. 1.480.000.

39)    Umsækjandi: Tjörnin - Félagsmiðstöðin 105. Heiti verkefnis: 105Hópurinn - Hópastarf í Háteigsskóla. Kr. 350.000.

40)    Umsækjandi: Tjörnin – Frosti. Heiti verkefnis: Verða strákar alltaf strákar? Strákakvöld í félagsmiðstöð. Kr. 500.000.

41)    Umsækjandi: Tjörnin – Gleðibankinn. Heiti verkefnis: Code Blue. Kr. 383.000.

42)    Umsækjandi: Tjörnin – Selið. Heiti verkefnis: 21. aldar foreldrasamskipti. Kr. 150.000.

43)    Umsækjandi: Tjörnin – Selið. Heiti verkefnis: Tengjumst með tónlist. Kr. 250.000.

44)    Umsækjandi: Tjörnin – Skýjaborgir. Heiti verkefnis: Leiklistar/dans - kvikmyndaklúbbur Kr. 400.000.

45)    Umsækjandi: Tjörnin. Heiti verkefnis: Velkomin/-n í frístundaheimilið þitt. Kr. 100.000.

Samþykkt.

-    Kl. 13.25 víkja Þórhildur Löve og Þorkell Heiðarsson af fundinum.

Guðrún Edda Bentsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram skýrsla teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla, dags. í desember 2017. SFS2018040105

Una B. Bjarnadóttir, Hulda Björk Finnsdóttir, Sigtryggur Jónsson og Héðinn Pétursson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. apríl 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá 132. fundi skóla- og frístundaráðs um yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og bókanir Framsóknar og flugvallarvina á kjörtímabilinu. SFS2018010170

6.    Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. apríl 2018, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 135. fundi skóla- og frístundaráðs varðandi skýrslu um djúpgreiningu á starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. SFS2018030115

7.    Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. apríl 2018, um embættisafgreiðslu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eitt mál. SFS2016080100

8.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi skóla- og frístundaráðs 11. apríl sl. var lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um jafnræði barna til tómstundanáms milli hverfa borgarinnar. Í svari sviðsins er sýnd dreifing tónlistarnemenda eftir póstnúmerum. Nú er óskað eftir viðbótarupplýsingum um skiptingu fjár til tónlistarskóla og skólahljómsveita eftir hverfum, skiptingu fjárins milli skólanna og skiptingu fjár milli nemenda eftir hverfum, þ.e. lögheimilum. SFS2018040142

9.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Skóla- og frístundasvið býður starfsmönnum borgarrekinna grunnskóla og leikskóla sundkort, sem gildir í sundlaugar borgarinnar. Lagt er til að slík sundkort verði einnig boðin starfsmönnum sjálfstætt rekinna grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. 

Frestað. SFS2018040143

10.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í febrúar 2009 samþykkti borgarstjórn einróma, að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins, að hefja vinnu við mótun menntastefnu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar. Þegar Samfylkingin tók við yfirstjórn menntamála í borginni eftir borgarstjórnarkosningar 2010 var þessari stefnumótunarvinnu hætt án haldbærra skýringa. Á sl. ári hófst umrædd vinna að nýju eftir sjö ára dvala. Í vetur hefur þessi stefnumótunarvinna verið harðlega gagnrýnd af skólafólki, m.a. vegna þess að hún sé unnin í miklum flýti þar sem núverandi meirihluti leggi allt kapp á að ljúka henni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Skólastjóri Réttarholtsskóla er einn þeirra, sem gagnrýnt hefur þessi flausturslegu vinnubrögð. Í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að fyrirliggjandi drög að menntastefnu séu í raun einungis endurómur úr gildandi aðalnámskrá sem hafi raunar aldrei verið innleidd í reykvískum skólum nema í skötulíki. Allt, sem sé að finna í stefnunni sé að finna í grunnþáttum og lykilhæfni viðkomandi námskrár. Kemur fram að skólastjórinn hafi í nóvember sl. sent þrjár spurningar á formann skóla- og frístundaráðs með þremur mikilvægum spurningum um menntastefnuna. Þar sem umræddur skólastjóri hefur ekki enn fengið svör eru eftirfarandi spurningar lagðar fram: 1. Hverju bæta fyrirliggjandi drög að menntastefnu Reykjavíkurborgar við núverandi aðalnámskrá? 2. Hvert verður vægi þekkingar í skólastarfi samkvæmt verðandi menntastefnu Reykjavíkurborgar? Álítur núverandi borgarstjórnarmeirihluti að hægt sé að vinna að einhverri hæfni án þess að hún byggist á undirliggjandi þekkingu? 3. Hvers vegna er forvarnarstefna borgarinnar byggð á vísindum, rannsóknum og gagnreyndum aðferðum en verðandi menntastefna borgarinnar á skoðanakönnun hjá almenningi og nokkrum fundum skólafólks þar sem handrit stýrir stundum ferðinni? SFS2018040144

-    Kl. 14.35 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

11.    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir yfirliti yfir þær tillögur sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram í skóla- og frístundaráði á yfirstandandi kjörtímabili. SFS2018040145

12.    Lögð fram dagskrá Höfuð í bleyti 2018, kynning á áhugaverðum verkefnum á vettvangi frístundamála SFS og hugmyndum um þróun frístundastarfsins. SFS2018040146

Fundi slitið kl. 14:42

Skúli Helgason

Eva Einarsdóttir    Hermann Valsson

Þórlaug Ágústsdóttir    Örn Þórðarson